Sæti, litli strákurinn er kominn með styrktarforeldri

Já góðar fréttir. Gavin Onyango 2 ára, sem ég sagði ykkur frá í síðustu færslu, er bara strax kominn Gavinmeð styrktarforeldri. Það er hún Silla, litla sæta systir mín, sem ætlar að styrkja hann. Hann verður ábyggilega mjög glaður með að fá stuðningsaðila og líka með að eiga jafnaldra fóstursystur Andreaá Íslandi. Hér sjáið þið mynd af þeim báðum.  Dásamleg krútt bæði tvö, sem munu alast upp samhliða í sitthvorri heimsáflunni og ábyggilega skrifast á í framtíðinni og kannski jafnvel hittast einhvern tíma.

Vill einhver styðja lítinn, sætan strák?

Gavin Onyango er 2 ára snáði sem stundar Little Bees skólann í Kenía. Þegar verið var að útbúa ársfjórðungslegar skýrslur um börnin sem eru hljóta stuðning frá Íslandi voru teknar myndir af öllum börnunum. Gavin fór að gráta og vildi líka láta taka mynd af sér og langar líka að fá Gavinstuðningsforeldra á Íslandi Smile

Besta vinkona hans hún Tracy, fær stuðning frá Íslandi!


Mynd af fallegu fósturbörnunum í Little Bees

Fósturbarnahópurinn í Little Bees

barnahopurinn 2

Þessi yndislegu börn hljóta öll stuðning frá íslenskum stuðningsforeldrum.  Ef þig langar til að veita barni í Little Bees stuðning, hafðu þá samband í byflugur@gmail.com


Silvía fær gjafirnar sínar

Silvia er lítil stúlka sem stundar Little Bees skólann. Hún er alvarlega fötluð á hendi, beinin í upphandlegg ná ekki almennilega saman en hún getur þó notað höndina eitthvað.Silvia synir fotludu hendina sina 

Jóhanna og Sigurður styðja Silviu og senda henni stundum gjafir. Í ágúst síðastliðinn, þegar gjafir voru sendar til fósturbarnanna, var Silvia ekki á staðnum. Hún fékk því gjafirnar næst þegar hún kom í skólann - hér má sjá myndir af lítilli stúlku sem er alsæl með gjafirnar sínar: http://byflugur.blog.is/album/2009_gust_silvia/.

Silvia sendir kærar þakkir til stuðningsforeldra sinna, Jóhönnu og Sigurðar.


Gleymdu konurnar í Kenýa

Eitt leiðir af öðru og þetta innlegg leiðir auðvitað af því síðasta. Í lok síðasta innleggs gaf ég upp hlekk sem leiðir mann inn á síðu, þar sem sagt er frá afhendingu útvarpa og sólarrafhlaða til fátækra kvenna í Rwanda, svo þær gætu haldið áfram námi eða vinnu eftir að rökkva tekur, án þess að eyðileggja í sér lungu og/eða augu. Jæja.. neðst á þeirri síður stendur að til standi að fara af stað með nýtt verkefni í desember til að hjálpa "gleymdu" konunum í Kenía. Ég var auðvitað forvitin og googlaði þetta og ... ósköp og skelfing.

Mín samskipti við okkar konu í Kenía hafa auðvitað nánast eingöngu snúist um börnin sem við erum að styrkja eða byggingu skólans, en ég hef þó orðið vör við að henni eru mannréttindi kvenna og stúlkubarna ofarlega í huga og reynir eftir mætti að leggja þeim málum lið.  Ég sá á því sem ég fann við gúgglið, að ekki er vanþörf á. Mannréttindi kvenna í Kenya virðast ekki vera mikils metin. Læt fylgja hér á eftir tvær slóðir. Vil taka fram að lestur þeirrar fyrri er varla fyrir viðkvæma.

http://allafrica.com/stories/200901300628.html - the war on Kenyan women

http://news.newamericamedia.org/news/view_article.html?article_id=e16449266cba9902b5f1ea0ce3643ceb

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband