Örlátir stuðningsforeldrar
2.1.2010 | 16:16
Fyrirtæki Margrétar Kristínar og Börge, sem eru stuðningsforeldrar hennar Belindu (sjá mynd) styrktu Little Bees skólann um 30 þús. kr. fyrir jólinn. Fyrirtækið heitir ERGO ehf. og gaf út núna fyrir jólin nýja diskinn hennar Fabúlu, "In your skin" , en Margrét Kristín heitir auðvitað öðru nafni Fabúla, eins og unnendur góðrar tónlistar vita allir.
Við þökkum þeim Margréti Kristínu og Börge, hjartanlega fyrir stuðninginn sem kemur sér afskaplega vel.
Greiðslan hefur verið send til Little Bees og mun ætlunin vera að nota peningana til að gera við veggi kofans þar aðstaða barna á leikskólaaldri er til húsa. Leikskólabörnin eru enn hýst í einum af gömlu kofunum og eru veggir þar úr ónýtu ryðguðu bárujárni sem lekur í rigningu. Að sögn Lucy lekur á bæði börn og námsefni þegar rignir og því afar nauðsynlegt að gera við bárujárnið.
Bráðlega verða peningar sem söfnuðust í byggingarsjóðinn fyrir jólin, sendir til Kenía. Kannski dugar það til að koma efri hæð hússins í gagnið
Enn og aftur, kærar þakkir fyrir hjálpina Margrét og Börge!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.1.2010 kl. 01:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjör á sameiginlegri jólamáltíð barnanna í Little Bees
28.12.2009 | 17:37

Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.1.2010 kl. 02:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jólakort til styrktar Little Bees
10.11.2009 | 23:34
Nú getið þið verslað jólakortin um leið og þið hjálpið til við að byggja nýtt skólahúsnæði fyrir litlu skjólstæðingana okkar í Little Bees. Jólakortin eru 5 saman í pakka og kostar einn pakki 500 kr., 2 pakkar 800 og 3 pakkar kosta 1100.
Áhugasamir hafi samband við Brynhildi í síma 8632228, eða á netfangið er byflugur@gmail.com.
Prentsmiðjan Litróf styrkti verkefnið rausnarlega með því að gefa okkur prentunina á kortunum og Gólfþjónusta Íslands ehf gefur okkur umslög og umbúðir, þannig að hver einasta króna sem safnast, rennur til byggingarsjóðsins.
Eftir að kreppan skall á, hefur ekkert gengið hjá okkar að ljúka við byggingu skólans. Einu peningarnir sem sendir voru á þessu ári vegna byggingarinnar, koma af sölu jólakortanna í fyrra.
Þó að húsnæðið virki nú kannski ekki merkilegt á okkar mælikvarða, er það mikil bót frá því sem áður var, eins og sjá má af myndunum hér fyrir neðan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Cynthia Atieno
3.11.2009 | 10:45
Nýjar myndir af fósturbörnunum
3.11.2009 | 00:12
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)