Færsluflokkur: Bloggar

Snyrti-Akademían ætlar að safna fyrir Little-Bees skólann!

Ég var að fá þær fréttir að hinir elskulegu kennarar og nemendur í Snyrti-Akademíunni ætla að hafa opið hús laugardaginn 20. janúar þar sem boðið verður uppá alls konar snyrtingu, förðun og nudd gegn vægu verði. Öll innkoma þennan dag rennur óskipt í...

Helstu styrktaraðilar

Til fróðleiks langar mig að geta þess að helstu styrktaraðilar okkar hingað til hafa verið Heildverslunin Hjölur ehf. og Gólfþjónusta Íslands ehf., en þessi góðu fyrirtæki slepptu jólakortunum í ár og lögðu í staðinn 150 þús. kr. í þetta góða...

Nýjar myndir frá Lucy

Ég var að fá sendar þessar fínu myndir frá Lucy, forstöðukonu Little Bees. Stuðningsforeldrar á Íslandi sendu aukalega peninga í nóvember sem nema ca. 10 þús. íslenskum krónum. Fyrir þann aur var hægt að kaupa í jólamatinn handa öllu liðinu. Þetta...

Grein úr kenísku blaði um Lucy Odipo

Með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan geturðu lesið grein með viðtali við Lucy Odipo sem er óþreytandi baráttukona fyrir bættum hag kvenna og barna í Kenía og stofnandi "Little Bees" skólans.

Frábærar fréttir - Gunnella á afmæli

Ég er í sjöunda himni, hún Gunnella vinkona mín á Húsavík verður fertug í desember. Hún ætlar að afþakka afmælisgjafir, en biðja í staðinn um fjárframlög til "Little Bees" verkefnisins. Til hamingju með afmælið Gunnella, þú rokkar! ... og ennfremur vil...

Slæmar fréttir frá Little Bees

Ekki var ég fyrr farin af stað með þessa söfnun þegar tölvupóstur barst frá Lucy Odipo forstöðukonu skólans, um að eitt kofaræksnið sem notuð hefur verið sem kennslustofa hafi fallið saman í kjölfar mikilla rigninga að undanförnu. Kofum þessum er hróflað...

Þegar hafa safnast um 150 þús. kr.

Á meðfylgjandi kostnaðaráætlun má sjá að gert er ráð fyrir að bygging einnar kennslustofu muni kosta um 250 þús. kr. auk þess sem gert er ráð fyrir að uppkaup á landi muni kosta annað eins. Nú hafa þegar safnast um 150 þús. kr. Jibbí. Ef þú lesandi góður...

Grein úr Kenísku blaði um Little Bees skólann

Grein

Skýrsla Lucy Odipo þar sem hún gerir grein fyrir mótteknum fjárframlögum frá Vinum Afríku og stuðningsforeldrum

Skýrsla

Upplýsingar um "Little Bees" skólann (árið 2006)

Í einu af mörgum fátækrahverfum í nágrenni Nairóbí-borgar í Kenía er starfræktur lítill fátæklegur skóli að nafni Little Bees. Skólann sækja u.þ.b. 100 fátæk og munaðarlaus börn sem eru búsett í hverfinu. Það eru nokkrir góðhjartaðir aðilar í hverfinu...

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband