Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sæti, litli strákurinn er kominn með styrktarforeldri

Já góðar fréttir. Gavin Onyango 2 ára, sem ég sagði ykkur frá í síðustu færslu, er bara strax kominn með styrktarforeldri. Það er hún Silla, litla sæta systir mín, sem ætlar að styrkja hann. Hann verður ábyggilega mjög glaður með að fá stuðningsaðila og...

Vill einhver styðja lítinn, sætan strák?

Gavin Onyango er 2 ára snáði sem stundar Little Bees skólann í Kenía. Þegar verið var að útbúa ársfjórðungslegar skýrslur um börnin sem eru hljóta stuðning frá Íslandi voru teknar myndir af öllum börnunum. Gavin fór að gráta og vildi líka láta taka mynd...

Mynd af fallegu fósturbörnunum í Little Bees

Þessi yndislegu börn hljóta öll stuðning frá íslenskum stuðningsforeldrum. Ef þig langar til að veita barni í Little Bees stuðning, hafðu þá samband í byflugur@gmail.com

Silvía fær gjafirnar sínar

Silvia er lítil stúlka sem stundar Little Bees skólann. Hún er alvarlega fötluð á hendi, beinin í upphandlegg ná ekki almennilega saman en hún getur þó notað höndina eitthvað. Jóhanna og Sigurður styðja Silviu og senda henni stundum gjafir. Í ágúst...

Gleymdu konurnar í Kenýa

Eitt leiðir af öðru og þetta innlegg leiðir auðvitað af því síðasta. Í lok síðasta innleggs gaf ég upp hlekk sem leiðir mann inn á síðu, þar sem sagt er frá afhendingu útvarpa og sólarrafhlaða til fátækra kvenna í Rwanda, svo þær gætu haldið áfram námi...

Mamma Lucy í fréttum

Skoðið þessa slóð. Þarna má sjá viðtal við Lucy, forstöðukonu Little Bees skólans. Hún er að segja frá því hvernig útvarp, sem gengur fyrir sólarrafhlöðu nýtist við kennslu í Little Bees. Kenísk menntastofnun útvarpar námsefni fyrir grunnskóla og nú geta...

Sjálfboðaliðar í lögreglufylgd

Ég átti notalega kvöldstund þar sem krakkar sem vörðu sumrinu við sjálfboðaliðastörf í Indlandi og Kenía sögðu frá ferðalagi sínu og sýndu myndir. Þetta eru ótrúlega flottir krakkar, sem komu heim í lok sumars miklu lífreyndari heldur en í byrjun þess....

Swahili fyrir byrjendur

Það er ekki seinna vænna fyrir okkar stuðningsforeldra barna í Little Bees skólanum að fara að byrja Swahili, svo við getum nú talað við börnin þegar við förum loksins og heimsækjum skólann. Habari yako (eða stytting: Jambo) = hvernig hefurðu það. Jina...

Áhyggjur af veðri

Nú er spáð miklum rigningum (vægum El nino) í Kenía, sem hefjast eiga seint í þessum mánuði eða í byrjun þess næsta. Sumir líta á þetta sem blessun, því að þurrkar hafa hrjáð landið undanfarna mánuði og hafa valdið vatnsskorti og uppskerubresti. Of mikil...

Þrjú börn komin með stuðningsaðila

Gaman, gaman. Nú hafa þrjú börn til viðbótar hlotið stuðning frá Íslandi. Það eru Jóhanna og Sigurður sem eru svo elskuleg að styrkja Syliviu Mwanikha, 9 ára. Hún á við fötlun að stríða í handlegg en beinin í handleggnum ná ekki saman, og því dinglar...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband