Ný síða í mótun

Þó að lítið sé um að vera á þessari síðu er mikið um að vera hjá Vinum Little Bees! Í skólanum eru nú rúmlega 300 börn, 70 þeirra njóta stuðnings frá íslenskum stuðningsforeldrum, skólahúsin og aðstaðan eru að verða betri og nú er komið rafmagn í skólastofurnar. 

Við erum að smá færa okkur yfir á nýja wordpress síðu sem verður auðveldara að viðhalda www.littlebeesvinir.wordpress.com  Síðan er til staðar en við eigum eftir að færa meira efni á milli.

Við erum þó virkust á facebook síðunni Vinir Little Bees og svo getið þið alltaf náð í okkur í netfanginu byflugur@gmail.com.


Lucy á leiðinni

Lucy og SylviaNú er okkar eina og sanna Lucy Odipo á leið til landsins. Hún ætlar að verja 10 dögum á Íslandi frá 3.-13. okt 2014, fara í heimsóknir í skóla og á heimili, hitta stuðningsforeldrana á fundi, fara í skoðunarferðir og skiptast á hugmyndum, upplýsingum og skoðunum við okkur vini Little Bees. 

Hún kemur til landsins í boði Vina Kenýa ásamt Janes Samwa sem vinnur að ýmsum uppbyggingarverkefnum í Kenýa. 


Skipulagið í ársbyrjun 2014

Bara svo að allt sé á hreinu þá tókum við frænkurnar Magga Stína og Dóra við af Brynhildi í Little Bees umsjónarhlutverkinu í lok árs 2013. Við notum áfram sama netfang og Brynhildur gerði byflugur@gmail.com og svörum þar á víxl. Við munum uppfæra flest á blogginu hérna, færa inn myndir í albúm og setja hlekki á skýrslur, en notum líka facebook síðuna Vinir Little Bees og hópinn Stuðningsforeldrar.

Hafið endilega samband við okkur með hugmyndir og athugasemdir. Það er enn skemmtilegra að gera þetta öll saman. 


Fullt af nýjum myndum

Við vorum að setja fullt af nýjum myndum inn á þessa síðu í tvö ný albúm:

2013 Fósturbörn með jólagjafir og Jólin 2013.

Þetta ætti allt að vera á facebook síðunni okkar líka https://www.facebook.com/vinir.bees, sumt þó aðeins sýnilegt fósturforeldrunum.  

 


Nýjar skýrslur um fósturbörnin og lýsing á jólaveislunni

Lucy hefur verið á ferðalagi og lítið heyrst frá henni fyrr en nú í lok janúar. Þá kom hún til baka af krafti og er búin að senda kvittanir, skýrslur og fullt af myndum frá jólunum.

Það er alveg yndislegt að sjá þessu fallegu og kátu börn skemmta sér og borða góðan mat!

Hér fyrir neðan fylgja skýrslur um börnin.

Kær kveðja,

Dóra og Magga Stína 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband