Jólakveðjur og nýjar skýrslur
27.12.2013 | 00:29
Gleðileg jól kæru stuðningsforeldrar og takk fyrir undirtektirnar við jólakveðjum og gjöfum til barnanna!
Þau fengu öll senda jólakveðju með mynd og texta og hefur það vonandi vakið lukku. Lucy fékk senda peninga fyrir jólagjöf handa öllum börnunum og hún hefur vonandi náð að kaupa eitthvað fallegt handa þeim fyrir jól. Það verður gaman að heyra frá henni um jólahátíðina hjá þeim.
En hér fyrir neðan eru skýrslur sem hún sendi um daginn með fréttum af börnunum frá síðustu mánuðum.
Kær jólakveðja,
Dóra og Magga Stína
- agnes-ragnhildur-2013-12.docx
- amos-saga-2013-12.docx
- annelizz-margret-2013-12.docx
- belinda-maggastina-2013-12.docx
- brenda-hermann-2013-12.docx
- bryn-brynhildur-2013-12.docx
- calvin-ingathyri-2013-12.docx
- christine-sigrunmaria-2013-12.docx
- cynthia-dora-2013-12.docx
- garvin-sigurbjorg-2013-12.docx
- grace-edda-12-2013.docx
- jose-eydis-2013-12.docx
- grace-ester-benja-stigrun-2013-12.docx
- lisa-iris-2013-12.docx
- loice-maria-2013-12.docx
- macrine-rosa-2013-12.docx
- marion-brynhildur-2013-12.docx
- mathias-eydis-12-2013.docx
- mohamed-fridsemd-12-2013.docx
- nelius-hanna-2013-12.docx
- nicole-halldora-2013-12.docx
- peter-katrin-2013-12.docx
- robin-kolbrun-2013-12.docx
- rose-svava-2013-12.docx
- silvance-beggi-2013-12.docx
- skolinn-ragnheidur-2013-12.docx
- sylvia-johanna-2013-12.docx
- tracy-lara-2013-12.docx
- vivian-sigrunmaria-2013-12.docx
Nýjar skýrslur um fósturbörnin
10.11.2013 | 17:29
Í október var Lucy orðin frískari og sendi skýrslur um börnin. Nú erum við (Magga Stína og Dóra) að smá læra á bloggið og facebooksíðuna og nú fer að heyrast meira frá okkur.
Smellið á nafn barnsins hér fyrir neðan til að lesa skýrsluna.
Enn bætist í Little Bees fjölskylduna
24.5.2013 | 13:39
Við bjóðum Stígrúnu Ásmundsdóttur innilega velkomna í Little Bees fjölskylduna. Hún hefur tekið að sér að styðja hvorki meira né minna en 3 börn, þau Esther Nyangweso, Benjamin Mwinzi og Grace Wairimu.
Esther er 7 ára og stundar nám í 1. bekk í Little Bees skólanum. Hún á 3 systkini á aldrinum 4 til 16 ára. Esther býr með móður sinni og systkinum í kofa með moldargólfi við mjög erfiðar aðstæður, en faðir hennar lést úr krabbameini árið 2009. Móðirin reynir að sjá fjölskyldunni farborða með þvottum fyrir ríkt fólk. Esther stundaði ekki skólann áður, en kom alltaf ásamt bróður sínum þegar heyrðis í hádegisverðarbjöllunni og fékk að borða með börnunum í skólanum, þannig að Lucy forstöðukona Little Bees skráði þau í skólann þannig að þau fengju menntun og hádegismat. Nú mun Stígrún greiða fyrir hana skólagjöld, skólabúning, skófatnað og annað sem hún þarf til að geta stundað skóla með reisn. Lucy lýsir Esther sem feiminni stúlku sem gangi vel í námi.
Benjamin Mwinzi er lágvaxin, kurteis og mjög klár strákur sem kemur úr sárafátækri fjölskyldu sem á basli með að sjá honum fyrir menntun og fæði. Hann er ynstur þriggja systkina sem búa hjá ömmu sinni í eins herbergis kofa með moldargólfi. Benjamín varð yfir sig glaður þegar hann frétti að hann væri kominn með stuðningsforeldri á Íslandi og spurði strax hvort hann fengi þá ekki skó eins og hin börnin sem eiga fósturforeldra á Íslandi :)
Grace Wairimu býr ein með ömmu sinni sem er rúmföst sökum veikinda. Hún sér um alla snúninga á heimilinu, svo sem innkaup og að sækja vatn. Lucy lýsir henni sem einfara sem vilji ekki mikið blanda geði við önnur börn. Grace hefur oft á tíðum þungar áhyggjur af heilsufari ömmu sinnar. Þessi litla stúlka sem á svo fáa að varð því heldur betur glöð og stolt þegar hún heyrði að Stígrún hefði valið hana sem fósturbarn sitt og bíður spennt eftir að fá að sjá mynd af henni.
Hér eru myndir af þessum dásamlegu börnum: http://byflugur.blog.is/album/2013_mai_ny_fosturborn/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjar skýrslur um börnin ykkar í Little Bees
30.4.2013 | 00:59
Bara eins og venjulega smellið þið á nafn barnsins hérna fyrir neðan til að fá upp viðkomandi skýrslu.
Hér eru svo fullt af myndum: http://byflugur.blog.is/album/2013_april/
- Agnes - Ragnhildur og Katla
- Amos - Saga
- Ann Lizz - Margrét
- Belinda - Magga Stína og Börge
- Brenda - Hermann
- Cynthia - Dóra
- Garvin - Silla
- Grace - Edda og Rakel
- Hose og Mathias - Eydís
- Lísa - Íris og Patrik
- Loice - María Kristín
- Macrine - Rósa
- Marion og Bryn - Brynhildur
- Mohamed - Friðsemd
- Nelius - Hanna
- Nicole - Halldóra
- Peter - Katrín
- Robin - Inga Kolbrún
- Rosa - Svava
- Silvance og Kalvin - Inga og Beggi
- Silvía - Sigurður og Jóhanna
- Tracy - Lára
- Vivian og Christine - Sigrún
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ný bygging að rísa í Little Bees
28.4.2013 | 18:56
Nú hefur verið hafist handa við að byggja aðra skólabyggingu undir skólastarfið í Little Bees. Búið er að rífa niður gömlu kofana með moldargólfunum, sem áður hýstu börnin sem eru á leikskólaaldri (babyclass, nuresery og pre-unit). Með hjálp frá Íslandi hafði verið reynt að lappa upp á gömlu kofana, t.d. gaf ein stuðningsfjölskyldan peninga til þess að endurnýja þakplötur og íslenskir sjálfboðaliðar máluðu ytra byrði kofana, en tekin var ákvörðun í skyndi um að rífa kofana þegar í ljós kom að í moldargólfunum höfðust við pöddur (jiggers) sem þekktar eru fyrir að verpa eggjum sínum í hold. Þessar pöddur geta verið mjög mikill skaðvaldur, jafnvel lífshættulegar ef ekkert er að gert, eins og fram kemur í þessu myndbandi af YouTube:
Fulltrúar heilbrigðisyfirvalda mættu á svæðið og meðhöndluðu þau börn sem þurftu. Little Bees börnin eru ábyggilega á meðal fátækustu íbúa þessa heims og þó þeim börnum sem eiga íslenska stuðningsforeldra sé tryggður skófatnaður, höfum við því miður ekki getað útvegað öllum börnunum skófatnað og þurftu því mörg börn á hjálp að halda.
Þessi nýja bygging mun hýsa yngstu Little Bees börnin og verður það nú munur fyrir þau að fá að læra í skólastofum með steyptu gólfi, vonandi bjartari og rúmbetri en þær sem þau notuðu áður (sjá hér). Ef við verðum rosalega dugleg að safna þá er hægt að hafa þessa byggngu á tveimur hæðum ... minni auðvitað á reikningsnúmer byggingasjóðs: 0137-15-380813, kt. 550109-0850.
Sem betur fer áttum við pening í byggingasjóði til þess að hjálpa til við að koma húsinu af stað og hafa nú verið sendar kr. 435 þúsund krónur sem munu ábyggilega duga til þess að koma skólabyggingunni vel áleiðis. Þessi fjárhæð kemur frá Börge Wiigum sem notaði fimmtugsafmælið sitt sem fjáröflun fyrir Little Bees, Snyrtiakademíunni í Kópavogi sem gaf okkur allan afrakstur af fjáröflunardegi sínum og sölu jólakorta undanfarin tvö ár.
Fleiri myndir af nýju framkvæmdunum má sjá hér:
http://byflugur.blog.is/album/nyja_leikskola_bygginging/
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.5.2013 kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)