Dugnaðarstelpur!

Þær Elín Halldóra, Rakel Marín, Rakel Sif og Rebekka Líf, sem eru 7 og 8 ára gamlar vörðu síðustu helgi í að safna peningum fyrir börnin í Little Bees. Þær sáu myndir af skólanum og fannst afleitt að það væru ekki gluggar á húsnæðinu og ákváðu með það sama að fara og safna pening. Þær söfnuðu saman gömlu böngsunum sínum og gengu í hús og buðu þá til sölu. Þessum duglegu og framtakssömu stúlkum gekk alveg rosalega vel og söfnuðu 10.000 krElín, Rakel Marín og Rakel Sif. Á myndina vantar Rebekku Líf. á tveimur dögum.

 

Kærar þakkir stelpur, þið eruð algjörir dugnaðarforkar.


Takk fyrir Katla

Katla og amma hennar, hún Ragnhildur, styrkja Agnesi Wanjiku, sem er nemandi í Little Bees. Hún Katla virkjaði skólasystur sínar, þær héldu héldu tombólu og söfnuðu 5.000 krónum til þess að styrkja börnin í Little Bees skólanum.

Kærar þakkir Katla, þú ert alveg frábær stelpa!Agnes Wanjiku hefur fengið fósturforeldri


Lísa Achieng hefur fengið stuðningsaðila

Patrik ÍrisarsonÞað var ekki lengi gert. Lísa litla er búin að fá stuðningsaðila frá Íslandi, það eru hún Íris Sævarsdóttir sem ætlar að styðja Lísu. Lísa er svo heppin að hún eignast í leiðinni stóran bróðir á Íslandi sem heitir Patrik og er jafn sætur og hún. Patrik á líka aðra systur í Mósambik. Kærar þakkir Íris.

 

Lísa Achieng


Gestir í Little Bees

Hér eru nokkrar myndir af sjálfboðaliðum sem voru að störfum í Kenía nýlega. Heimamönnum til mikillar gleði gistu þau í kofanum í slömminu eina nótt, auðvitað án rafmagns og rennandi vatns, með orðum Lucy: " Iam sending you the pictures taken by our friends who spend their night at Madoya slums as we without fearing even having locking their door with huge lock. it was wonderful pictures are coming soon you shall be pleased , and even the picture they took at night in darkness climbing upper stairs at Littlebees,
Send my love and hug to them, they enjoyed African style of living and dirty toilets, just imagine!
best regards
mama Lucy"

http://byflugur.blog.is/album/2010_april_gestir_i_lb/


Litlu Lísu Achieng vantar stuðningsaðila

Þessa dýrðlegu litlu stúlku, sem hér hefur verið dubbuð upp í skólabúning Little Bees skólans, vantar sárlega stuðningsaðila. Faðir hennar var einLisa Achiengn af 10 mönnum sem lést þegar hann var við vinnu í byggingu sem hrundi yfir þá. Móðir Lísu ásamt tveimur systkinum var nýlega borin út úr kofahriflinu sem hún leigði í slömminu, vegna þess að hún gat ekki greitt leiguna. Með orðum Lucy þvær móðir Lísu nú andlit hennar með tárum sínum.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband