Spínatframleiðsla í Little Bees

Þessar yndislegu konur sem búa í slömminu og reyna að alefli að hlúa að börnunum í kringum sig, eru Spínatframleiðslabyrjaðar að rækta spínat, kalla þetta "urban farming" - til þess að börnin í Little Bees skólanum geti fengið nýtt og ferskt grænmeti að borða.

Af myndinni að dæma virðist mold vera komið fyrir í pokum og spínatið látið vaxa út um göt á pokunum. 

Þetta eru náttúrulega bara snillingar.

Grin

Wao na fikra (þetta þýðir þær eru snillingar á Swahili, eftir því sem google translate segir mér).

 Nú eru komnar fleiri myndir, grænmetið byrjarð að vaxta: http://byflugur.blog.is/album/2010_april_buskapurinn/ 


Skýrslur um fósturbörnin í Little Bees

Kæru stuðningsforeldrar. Hér koma nýjar skýrslur með fréttum af yndislegu fósturbörnunum ykkar í Little Bees. Einhverjir hafa verið veikir frá því síðast, en allir hraustir núna, nema Cynthia sem berst við hvítblæði. Lucy hefur smá von um að hún fái meðferð frá Bandarískum læknum sem væntanlegir eru til Nairobi. Amos litli berst auðvitað ennþá við hjartagalla, en ég heyrði þær góðu fréttir um daginn að ef til vill tækist að safna fyrir aðgerð fyrir hann. Hér eru svo nokkrar myndir: http://byflugur.blog.is/album/2010_april_skyrslur/
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fréttir af skólabyggingu

Við sendum 220 þús. sem söfnuðust með jólakortasölu til Kenía fyrir nokkru. Þessi fjárhæð gerði um RECEIPT117 þús. keníska shillinga. Þessi fjárhæð dugir ekki til þess að klára efri hæðina og stigann sem liggur utan á húsinu, til þess vantar ennþá um 83 þús. keníska shillinga, en þetta kemur þótt hægt fari. Skólabyggingin, þó ókláruð sé, hefur skipt sköpum fyrir skólastarfið og við hættum ekki fyrr en skólinn er kláraður Grin

Af Little Bees er allt gott að frétta. Skólastarfið hefur legið niðri, eins og það gerir alltaf í mars. Það er regntímabil og rignir upp á hvern dag, með flóðum og drullu sem því fylgir alltaf. Engar fréttir af veikindum sem betur fer.

 

Ég set hérna kvittun fyrir þeim hluta peninganna sem Framkvæmdir við efri hæðbúið er að koma í lóg nú þegar og myndir af framkvæmdum af efri framkvæmdir í mars 2010hæð.


Heimsókn til Little Bees

Hér má sjá frásögn Kjartans Jónssonar sem kom við í Little Bees skólanum á ferðum sínum um Kenía í síðustu viku:

http://kjartanis.blog.is/blog/kjartanis/


Takk fyrir okkur Marta Wigum

Hún Marta Wigum er nýlega orðin áttræð. Hún ákvað í tilefni afmælisins að gefa fjárhæð í byggingarsjóð Little Bees skólans. Þessi gjöf kemur sér afskaplega vel, það sem við vinnum að þvi hörðum höndum að koma efri hæð hússins í notkun.

Kærar þakkir Marta og innilega til hamingju með afmælið!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband