Byggingasjóðurinn

Smá fréttir af skólabyggingunni okkar í Little Bees. Hér er myndband af Victori þar sem hann sýnir okkur það helsta sem eftir er að gera til að klára húsið. Það á eftir að loka samskeytum þaks og veggja á efri hæð, setja glugga og timbur á gólf á efri hæð, setja upp þakrennur og stiga á milli hæða. Þá vantar milliveggi kennslustofanna þriggja á neðri hæð.

Með sölu jólakorta söfnuðust 55.600 kr.  og Gólfþjónusta Íslands ehf., sem alltaf hefur leyft byggingasjóði Little Bees að njóta örlætis síns í kringum jólaleytið, gaf 175 þús. kr.

Nú höfum við því sent 220 þús. kr. til Little Bees og vonumst til þess að fari langleiðina til þess að hægt verði að taka efri hæð hússins í notkun, svo að sjöundi bekkur, sem hingað til hefur þurft að verja skóladeginum í tjaldi, komist undir þak.Little Bees halfklaradur


Góðar fréttir loksins

Hún Lucy okkar er komin heim að sjúkrahúsinu og tekin til við dagleg skyldustörf. Hún þakkar ykkur allar góður kveðjurnar, en hér er bréfið frá henni:

Hi Brynhildur!
 
This is your dear friend mama Lucy back , in her daily duty to volunterr for her energy to the  community and orphans.
 
I have no much but to thank you deep into my heart for your much efforts towards my illness and prayers, and our dear friends of Africa all our sponsors, this was great to me and have shown me we are one flesh on the eyes of God, and brothers and sisters, thank you all once more.
 
I want to thnk Victor who has shown his work and writing reports to you .
 
Iam well strong back to my daily work, my dear sister Bryn, Iam glad ,happy and have thanked all my dear friends who were around my bed ,and who send me prayers,like you friends in Iceland.
But my dear daughter Cynthia is still in the hospital, has not  improved but  she is  fair, her blood  is still having problem.
 
Let us pray more for her, she is very weak.
 
May I hear from you dear.
Send my love hug and more kisses to all who prayed for me, tell them mama Lucy says Asante sana.
Bye may I hear from you
Lucy Odipo


Veikindafréttir

Nú hef ég fengið þær leiðinlegu fréttir að ástæða sjúkrahúsdvalar fósturdóttiur hennar Dóru Kristínar, Cynthiu er hvítblæði. Hér er mynd af Cynthiu: http://byflugur.blog.is/album/Fosturborn/image/859730/. Við vitum ekki mikið um hana, annað en stendur með myndinni, hún er í baby class, sem þýðir að hún er undir 6 ára. Hún er nýbúin að fá stuðningsaðila og ég var rétt búin að senda Lucy póst og biðja hana um frekari upplýsingar um Cynthiu, þegar ég fékk fréttir af veikindum hennar sjálfrar. Dóra hefur séð svo um að Cynthia fái afhentar gjafir á sjúkrabeðið til að létta henni lífið og láta hana vita að hún eigi sér góða stuðningsaðila, þó í fjarlægð sé.

 Eftir því sem Victor (titlaður yfirkennari Little Bees) segir, er Lucy ennþá mjög máttfarin. Hann segir að þökk sé hennar góða framlagi til samfélagsins í gegnum tíðina, hafi hún hlotið bestu umönnun. Því hún hefur þurft að fá næringu í æð, blóðgjafir og lyf. Blóð úr blóðbanka kostar mikið, en tveir vinir gáfu blóð og sjö aðrir lýstu sig reiðubúna til að gefa blóð. Þetta segir Victor að hafi gert læknana forviða og þeir hafi velt því fyrir sér hvers konar manneskju þeir væru með í höndunum, því að í Kenía mun fólk hræðast að gefa öðru fólki blóð. Alltaf lærir maður nú eitthvað nýtt um menninguna í Kenía.  Victor sagði líka að fólkið hefði sagt læknunum frá hinu góða starfi Lucy og þeir hafi þá lagt sig ennþá meira fram um að bjarga lífi hennar og meira að segja lækkað reikninginn hennar.

Það er sanngirni í heiminum eftir allt saman Grin Með orðum Victors: "Lucy;s hard work has saved her life, and all her friends, parents, cheered and praise God, because mama lucy was to die. She could not talk either open her eyes nor hear a word, but now she can whisper and give a small smile to friends who are around her bed, she also praises God ,and remembers her child Cynthia and asks about her."


Mama Lucy er veik

Ég var að fá póst frá Victor Ochieng sem hefur unnið með Lucy í Little Bees. Hér (http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/video/8684/) má sjá myndbrot af honum þar sem hann fræðir okkur um það sem vantar til að klára bygginguna okkar. Hann skrifar að Lucy hafi verið lögð inn á sjúkrahús fyrir viku síðan, alvarlega veik af taugaveiki (typhoid) og malaríu. Hann sagði líka að Cynthia, sem er fósturbarn Dóru Kristínar, sé ennþá veik á spítala. Victor ætlar að senda okkur upplýsingar um leið og eitthvað breytist og segist munu færa henni bréf frá okkur á sjúkrahúsið, ef við viljum senda henni línu.

Vont ástand í Little Bees

Miklar rigningar hafa verið í Kenía að undanförnu og flóð orðið víðsvegar, sem hafa hrifið með sér vegi og brýr. Skv. upplýsingum sem ég sá (http://www.irinnews.org/Report.aspx?ReportId=87648 og http://www.reliefweb.int/rw/rwb.nsf/db900sid/EDIS-7ZDM4G?OpenDocument&Click=,) er talið að 30 þús. manns hafi misst heimili sína vegna flóðanna. Mikil hætta er á að kólerufaraldur brjótist út við svona aðstæður.

Vondu fréttirnar frá Little Bees eru þær að þar flæddi líka. Í fyrstu var óttast að flóðið hefði hrifið með sér barn, en sá ótti reyndist ekki á rökum reistur. Fyrir þá sem ekki vita, þá eru fátækrahverfunum ekki svo vel sett að lekandi baby classhafa skólplagnir. Því liggja litlir skólpskurðir út um allt meðfram húsunum, með tilheyrandi fnyk. Flóðið auðvitað blandaðist öllum úrganginum í skurðunum, þannig að úr varð heilmikið skólpflóð sem flæddi út um allt hverfið og inn í skólastofurnar. Næturvörður sem býr í skólanum missti allt sitt hafurtask í skólpið. Öll börnin hafa verið send heim og skólastarf liggur niðri á meðan þetta gengur yfir.

Svona óþrifnaði fylgir mjög oft kólera og vekur það mikinn ugg í brjósti forstöðukonunnar, Lucy, því hún upplifði skelfilega tíma fyrir aðeins fáuum mánuðum síðan þegar alvarlegur kólerufaraldur herjaði á Little Bees skólann. Stór hluti barnanna veiktist mjög alvarlega og lágu sumir lengi á spítala. Fjögur barnanna dóu (sjá nánar hér: http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/entry/898618/ , http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/entry/907152/og hér http://www.byflugur.blog.is/blog/byflugur/entry/894810/).

 Við vonum það besta og fylgjumst vel með ástandinu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband