Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Skýrslur og myndir af börnunum í Little Bees

Sælir fósturforeldrar Það eru komnar nýjar skýrslur og myndir af börnunum. Skýrslurnar má sjá neðst í þessari færslu, þið smellið bara á nafn viðkomandi barns til að sjá skýrslu, en myndirnar eru hér á þessari slóð:

Gjafir til Little Bees

Það er dásamlegt að upplifa hvernig stuðningur einstaklings eða hjóna við eitt munaðarlaust barn í Kenía, dreifist smám saman út til stórfjölskyldunnar, þannig að barnið í Afríku á orðið heilt stuðningsnet á Íslandi, sem styður barnið og skólann sem það...

Viltu gera góðverk með því að láta dekra við þig?

Það er ekki á hverjum degi sem maður fær tækifæri til að dekra við sjálfan sig um leið og maður gerir góðverk, en nú er komið að því! Þann 18. nóvember nk. ætla nemendur og starfsfólk Snyrtiakademíunnar í Kópavogi að hafa fjáröflunardag og rennur...

Lítil von fyrir Amos

Amos litli sem er einn af skjólstæðingum okkar í Little Bees skólanum dvelur á sjúkrahúsi um þessar mundir. Hann er fæddur með einshvers konar hjartagalla, sem háir honum meira og meira með hverju árinu, að því virðist. Við höfum haft áhyggjur af heilsu...

Embla, Ágúst og Salka styrkja önnur börn í Kenía

Þessir litlu snillingar, þau Embla Gabríela Börgesdóttir Wigum, Ágúst Örn Börgesson Wigum og Salka Hlíðkvist Einarsdóttir héldu tombólu til styrktar byggingasjóði Little Bees skólans og söfnuðu 4.500 krónum. Kærar þakkir duglegu börn, þið eruð alveg...

Konurnar í slömminu

Mig langar að sýna ykkur myndir af konunum í Madoya fátækrahverfinu í útjaðri Nairobi í Kenía. Ég dáist takmarkalaust af þessum konum, sem búa í samfélagi þar sem enginn strúktúr né skipulag er á neinu. Það er ekkert rennandi vatn, ekki klósett, ekkert...

Til stuðningsforeldra

Hér koma nýjar myndir og kveðjur frá börnunum ykkar í Little Bees (ýta á litlu myndirnar til að stækka): http://byflugur.blog.is/album/2010_juli/

Dugleg börn frá Íslandi söfnuðu fyrir nýjum glugga í skólahúsnæði í Kenía

Þá er búið að ráðstafa peningunum sem duglegar hnátur frá Íslandi söfnuðu til styrktar börnunum í Little Bees. Þær Katla, Kata og Glóey héldu tombólu en Elín, Rakel Marín, Rakel Sif og Rebekka Líf söfnuðu saman gömlu böngsunum sínum og gengu í hús í...

Duglegar stúlkur

Þessar duglegu stúlkur, þær Katla, Kata og Glóey héldu tombólu til styrktar Little Bees skólanum og söfnuðu 5.000 krónum. Þess má geta að hún Katla styrkir jafnöldru sína í Little Bees með mánaðarlegum framlögum - en það var jólagjöf til hennar frá...

Skólastofur minnstu barnanna.

Yngsta deildin í Little Bees hefst við í skúrum sem liggja út frá nýju skólabyggingunni. Þetta er auðvitað hálfgert hreysi, ryðguðu bárujárninu í þakinu var haldið niðri með dekkjum og þakið hélt auðvitað ekki vatni. Einn góður stuðningsaðili Little...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband