Höfðingleg gjöf til Little Bees
31.3.2013 | 13:23
En það var ekki bara Belinda sem var heppin, heldur allur skólinn hennar, því þessi góða fjölskylda hefur verið óþreytandi að styðja skólann með ráðum og dáð, með peningaframlögum, með því að finna fleiri stuðningsforeldra fyrir skólann og fjáröflunum. Magga Stína, kannski betur þekkt sem tónlistarkonan Fabula (fabula.is), skipulagði ásamt móður sinni, sem einnig er styrktarforeldri barns í Little Bees, tónleika til styrktar fatlaðri stúlku til að greiða fyrir bæklunaraðgerð hennar (sjá nánar hér: http://goo.gl/g1mk8 ). Stúlkan hefur nú í fyrsta sinn not af vinstri hendi sinni.
Nú var það Börge sem notaði tækifærið þegar hann átti stórafmæli til þess að safna fé fyrir Little Bees. Fjölskylda hans og vinir slógu saman og söfnuðu hvorki meira né minna en 180 þúsund krónum sem renna munu í byggingasjóð skólans. Þegar er byrjað á nýrri byggingu, sem ég sýni ykkur myndir af í næstu glósu. Þessir peningar munu fara langt með að byggja það hús :)
Elsku fjölskylda, þið eruð miklu meira en dásamleg. Fullt, fullt af litlum börnum sem öll eru fátæk og mörg eiga dálítið bágt, fá á hverjum degi betra atlæti fyrir ykkar tilstuðlan!
Kærar þakkir!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjar skýrslur um börnin í Little Bees - til stuðningsforeldra
30.1.2013 | 14:21
- Amos - Saga
- Ann Lizz - Margrét
- Belinda - Magga Stína og Börge
- Brenda - Hermann
- Bryn - Brynhildur
- Calvin - Inga
- Christine - Sigrún og Mark
- Cynthia - Dóra Kristín
- Garvin - Silla og Ívar
- Grace - Edda
- Jose - Eydís Marý
- Lisa - Íris og Patrik
- Loice - María
- Macrine - Rósa
- Marion - Brynhildur
- Mathias - Eydís
- Mohamed - Friðsemd
- Nelius - Hanna Friðjóns
- Nicole - Halldóra
- Peter - Katrín Ýr
- Robin - Inga Kolbrún
- Rosa - Svava
- Silvance - Beggi
- Silvia - Jóhanna og Sigurður
- Tracy - Lára Hansdóttir
- Vivian - Sigrún og Mark
Falleg jólakort til styrktar skólahúsi fyrir nemendur í Little Bees skólanum í Nairobi
25.11.2012 | 14:05
Þessi gullfallegu jólakort eru nú til sölu hjá okkur. Pakki með 5 kortum kosta 500 kr. og fer allur ágóði af sölunni í byggingasjóð Little Bees skólans.
Áhugasamir hafi samband í gegnum netfangið byflugur@gmail.com eða á Facebook "Vinir Little Bees".
Ágóði af jólakortasölu undanfarin ár ásamt ágóða af fleiri fjáröflunun, hefur staðið undir byggingu nýs skólahúsnæðis fyrir börnin sem stunda skólann.
Þegar við byrjuðum að styðja við Little Bees skólann, fór kennslan fram í litlum bárujárnshreysum með moldargólfum, í sumum kofanna voru bekkir en í öðrum var ekki neitt. Kennslugögn skólans voru ein lítil krítartafla, ekkert annað. Börnin höfðu hvorki blöð né skriffæri, hvað þá kennslubækur. Hægt og hægt hefur skólinn risið. Hann er nú tvær hæðir sem báðar hafa verið teknar í notkun.
Nú sitja börnin yfirleitt í skólastofum sem ekki hafa moldargólf, það eru borð og stólar í kennslustofunum og kennarar skrifa námsefnið á töflur. Það er búið að reisa lítinn steinkofa við hliðina á nýja skólanum sem hýsir bókasafn. Þó að safnkosturinn þætti ekki merkilegur á íslenskan mælikvarða, þá er þetta svo ótrúlegur mikill munur frá því sem áður var.
Hér er hlekkur á myndband sem sýnir bókasafnið: http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/video/8692/
Hér er annað myndband sem sýnir Omondi, lýsa þakklæti sýnu fyrir nýja skólann: http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/video/8687/ og þriðja sem sýnir Robin þakka fyrir sig, þarna sést aðeins inn í nýja skólahúsið: http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/video/8685/
Áhrifin inn í svona samfélag þar sem vonleysi og örbirgð ríkja, er þó miklu meiri heldur en bara peningaframlagið. Við það að fá aðstoð og vitneskju um að meiri aðstoðar geti verið að vænta, fyllist fólkið í hverfinu og sjálfboðaliðarnir sem sinna skólanum nýjum krafti og hefjast handa við að bæta umhverfi sitt á allan hátt. Stór öskuhaugur sem lá nálægt skólanum hefur verið fjarlægður og mikill metnaður er lagður í að snyrta umhverfið. Það er ábyggilega ekki algengt að trjám sé plantað í miðjum fátækrahverfum, eins og búið er að gera í kringum Little Bees. Þar sem fæði barnanna er mjög einhæft, var hafist handa við að rækta spínat og annað hollt grænmeti í pokum við skólann. Þá voru einnig keyptar hænur og endur til eldis, til þess að börnin fengju stöku sinnum egg og kjöt, og fleira mætti nefna .
Kona sem heimsótti Little Bees fyrir 4 árum og aftur núna fyrir ári síðan segir að andrúmsloftið á staðnum sé gjörbreytt til hins betra frá því að skólabyggingin reis. Núna ríkir þarna bjartsýni og kraftur. Skólahúsið þjónar ekki eingöngu skólabörnunum, þar er einnig notað sem samkomustaður kvennanna í hverfinu, þar koma þær saman, ráða ráðum sínum og skipuleggja hvað hægt sé að gera meira til sjálfshjálpar.
Ef þú vilt kaupa jólakort, vinsamlegast hafðu samband í byflugur@gmail.com eða á Facebook "Vinir Little Bees".
Þakkir frá Little Bees
21.11.2012 | 01:02
Hér er bréf frá Lucy í Little Bees, til okkar allra sem styðjum skólann:
The entire Little Bees Women, staff, teachers and I want to come to your attention of kind tender heart toward vulnerable children to thank you. They also want to thank you and friends fo Iceland, well wishers who have been donating straight to school use, all sponsors who supports orphans with school fees and their daily needs, uniforms, clothes and medications. These have changed the lives of the sponsored children, the yare happy, jolly whenever they get gifts of blankets, new clothes, pens, shoes, and also have changed the environment of Little Bees school.
This is a very great charity work to Little Bees, also we cannot forget the great joy and changing of happy life to Sylvia Mwanikha who had a successful surgery but has changed her life. She can now sweep her classroom, wash her clothes and use her sanitary towers nicely and confidently without any assistance or anyone noticing.
The well wishers sponsors e.g. Asta, birthday donations and Ragnheidur Jonas, towards school use after closing the school we shall start to build school and I will send them the pictures of their monies used and receipts. I want to thank them too.
Thank you Bryn for your good coordination to find good friends and support Little Bees. May God bless you abundantly.
Hoping to share with Little Bees X-mass gifts and X-mass Dinner.
Wishing you early X-mass and Prosperous New Year 2013.
Regards,
Lucy Odipo.
Nóvemberskýrslurnar
21.11.2012 | 00:18
Nýjar myndir af fósturbörnunum ykkar eru hér:
http://byflugur.blog.is/album/2012_agust/
.... þið smellið á litlu myndirnar til að stækka þær.
Hér fyrir neðan koma svo skýrslur um hvert og eitt barn, smellið á nafnið til að ná í skýrslu.
- Agnes - Ragnhildur og Katla
- Amos - Saga
- Anne Lizz - Margrét
- Belinda - Magga Stína og Börge
- Brenta - Hermann
- Bryn - Brynhildur
- Calvin - Inga og Beggi
- Christine - Sigrún og Mark
- Cynthia - Dóra Kristín
- Garvin - Silla og Ívar
- Grace - Edda, Konni og Rakel
- Jose - Eydís Mary
- Lísa - Íris og Patrik
- Loice - María
- Macrine - Rosa
- Marion - Brynhildur og Elli
- Mathias - Eydís Mary
- Mohamed - Friðsemd
- Nelius - Hanna Friðjóns
- Nicole - Halldóra
- Peter - Katrín og Hilmar
- Robin - Inga Kolbrún
- Rose - Svava og Gunnar Darri
- Silvía - Jóhanna og Sigurður
- Sylvance - Inga og Beggi
- Tracy - Lára
- Vivian - Sigrún og Mark
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)