Grace Musau hefur eignast stuðningsfjölskyldu

grace_musau_new_sponsor_rakelGrace Musau er 12 ára stúlka sem stundar Little Bees skólann sem starfræktur er í einu af fátækrahverfum Nairobi borgar í Kenía.

Grace hefur nú eignast stuðningsfjölskyldu á Íslandi, en það er Rakel Marín Konráðsdóttir, 10 ára, og fjölskylda hennar sem ætla að styðja Grace.

Grace veitir svo sannarlega ekki af stuðningi. Hún er önnur í röðinni af 6 systkinum, en foreldrar barnanna, Michael og Mukai eru bæði sjúk af alnæmi. Fjölskyldan býr öll í einu herbergi í litlum moldarkofa. Veikindi foreldranna koma í veg fyrir að þau geti séð börnum sínum farborða en velunnarar og vinir hjálpa til, kvennahópur Little Bees færir fjölskyldunni t.d. mat.

Það vill svo skemmtilega til að vinkona Rakelar,  Elín og hennar fjölskylda, styðja aðra stúlku sem stundar

Rakel og Elín

 Little Bees skólann. Sú stúlka heitir Marion og er vinkona Grace, þannig að tvær vinkonur í Garðabæ eiga nú fóstursystur í Kenía sem líka eru vinkonur Grin


Nýjar fréttir af börnunum ykkar í Little Bees

Nú eru komnar nýjar myndir og skýrslur af börnunum í Little Bees. Börnin sjáið þið hér:

http://byflugur.blog.is/album/2012_agust/

.... eins og venjulega þurfið þið að smella á litlu myndirnar til að stækka þær.

Hér fyrir neðan koma svo skýrslur um hvert og eitt barn, smellið á nafnið til að ná í skýrslu.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nýjar skýrslur um fósturbörnin

Cynthia Atieno

Hér fyrir neðan eru skýrslur um hvert og eitt barn, smellið á nafnið þeirra til þess að opna skýrsluna. Í skýrslunum er á mörgum stöðum vísað í heimsókn Alex De Rocha. Alex heimsótti Little Bees og aðra skóla sem styrktir eru af Vinum Kenýa og tók upp myndbönd af hluta barnanna. Það fylgja því ekki myndir í þetta sinn, nema af þeim Cynthiu, Christine og Vivian, sem ekki voru í skólanum, daginn sem Alex kom í heimsókn. Þær voru allar rúmliggjandi með flensu. Ég hef ekki enn fengið myndböndin send, það er verið að vinna í að koma þeim í stafrænt form. Ég mun að sjálfsögðu birta myndböndin á vefnum, þegar þau berast mér.

 

Vivian Gakii2

Christine Achieng


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Minningarathöfn um Victor Ochieng

Þann 12. febrúar sl. var ár liðið frá því að Victor Ochieng, aðstoðarskólastjóri Little Bees skólans og sonur Lucyar forstöðukonu skólans, var myrtur nálægt heimili sínu í fátækrahverfinu nálægt Little Bees skólanum. Sonur Victors hafði verið lasinn og fór Victor því út um hánótt til þess að sækja lyf handa honum. Hann átti ekki afturkvæmt, því hann var stunginn til bana á leiðinni. Haldin vVictor's Picture on the Gravear minningarathöfn til heiðurs Victori við gröf hans í Kisumu, á æskustöðvum Lucyar. Fjölmenni fjölskyldumeðlima og vina var viðstaddur athöfnina sem stóð yfir í heilan dag. Blóm voru lögð á gröf Victors og prestar báðu fyrir eilífri hvíld hans. Lucy sagðist hafa kvatt son sinn þarna í síðasta sinn í þessu jarðlífi, en að hún myndi hitta hann aftur í himnaríki. Hér eru myndir frá athöfninni: http://byflugur.blog.is/album/minningarathofn_um_victor

Hvíldu í friði kæri Victor. Vinir Little Bees á Íslandi þakka þér fyrir þitt óeigingjarna starf fyrir börnin okkar.

Hér má svo sjá myndband af Victori: http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/video/8684/

 


Kærar þakkir Ásta Finnbogadóttur

Hún Ásta Finnbogadóttir er ein af systkinunum í Vallatúni (sem fór undir hraun í Vestmannaeyjagosinu). Ásta og Gréta systir hennar eru einar eftirlifandi af systkinahópnum. Frænkurnar af Vallartúnsættinni mynda einstaklega samhentan og skemmtilegan hóp sem hittist reglulega á kaffihúsum eða í heimahúsum, en á 5 ára fresti eru haldin ættarmót. Gígja Árnadóttir, sem hefur stutt Little Bees skólann með ráðum og dáð, síðan hún heimsótti skólann ásamt fyrir nokkrum árum, er ein af þessum flottu frænkum.

Þegar hún Ásta varð 85 ára í febrúar, ákvað þessi flotti frænkuhópur að heiðra Ástu með gjöf, sem er höfðingleg peningagjöf til Little Bees skólans og má hún Lucy forstöðukona velja hvað hún vill nýta peningana í.

Við þökkum auðvitað Ástu og frænkuhópnum innilega fyrir okkur!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband