Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Nú er fyrsta áfanga náð!

Fjáröflun Snyrti-Akademíunnar, Little Bees skólanum til handa var í dag.  Ég er eiginlega alveg Stjórnendur Snyrti-Akademíunnaragndofa yfir því hvað þessar konur eru gjörsamlega frábærar.  Bæði nemendur, kennarar og eigendur skólans stóðu vaktina í allan dag og fegruðu og snyrtu af hjartans lyst.  Skólinn gaf efnið og nemendur og starfsfólk vinnuna ... og afraksturinn var heilar 287.500,- kr.   Sem þýðir bara það að

fyrsta áfanga þessarar söfnunar er náð!

AfhendingNú hafa alls safnast 480 þúsund krónur sem duga til að byggja eina skólastofu og kaupa landspilduna sem þarf til að byggja á.  Þetta er náttúrulega bara dásamlegt.

Til ykkar yndislegu kvenna í Snyrtiskólanum segi ég bara hjartans þakkir fyrir allt ykkar örlæti.  Ég veit að flestir hafa svo sannarlega nóg við sinn frítíma að gera og það að þið skylduð vera fúsar til að gefa vinnu ykkar í heilan dag til að létta börnum í annarri heimsálfu lífið, segir allt sem segja þarf um hjartalag ykkar.  

Hér eru nokkrar myndir frá fjáröflunardeginum.


Allir tímar að fyllast

 Sólveig Jónasdóttir (mágkona mín) og Inga Kolbrún, skólastjóri Snyrtiskólans voru í morgun hjá Sirrý og Heimi á stöð 2, að kynna söfnunarátak skólans, þar sem safnað verður fyrir byggingasjóð Little Bees.  Sjáið viðtalið á þessari slóð .

Viðtalið hafði aldeilis áhrif, búið er að fylla í allflesta tímana í Snyrtiskólanum á laugardaginn. Þið góðhjörtuðu einstaklingar þarna úti, sem ekki komist á laugardaginn, getið auðvitað bara lagt beint inn á söfnunarreikninginn: 137-15-380813, kt. 550109-0850.


Snyrti-Akademían ætlar að safna fyrir Little-Bees skólann!

Ég var að fá þær fréttir að hinir elskulegu kennarar og nemendur í Snyrti-Akademíunni ætla að hafa opið hús laugardaginn 20. janúar þar sem boðið verður uppá alls konar snyrtingu, förðun og nudd gegn vægu verði. Öll innkoma þennan dag rennur óskipt í byggingasjóð Little Bees.  Hægt verður að fylgjast með gangi söfnunarinnar  á vef skólans .

Þið eruð til fyrirmyndar.  Frábært framtak hjá ykkur í Snyrti-Akademíunni!

Minni svo auðvitað á söfnunarreikninginn, hann er nr. 137-15-380813, kt. 550109-0850.


Helstu styrktaraðilar

Til fróðleiks langar mig að geta þess að helstu styrktaraðilar okkar hingað til hafa verið Heildverslunin Hjölur ehf. og Gólfþjónusta Íslands ehf., en þessi góðu fyrirtæki slepptu jólakortunum í ár og lögðu í staðinn 150 þús. kr. í þetta góða málefni.

Nýjar myndir frá Lucy

Ég var að fá sendar þessar fínu myndir frá Lucy, forstöðukonu Little Bees.  Stuðningsforeldrar á Lucy með jólamatinnÍslandi sendu aukalega peninga í nóvember sem nema ca. 10 þús. íslenskum krónum.  Fyrir þann aur var hægt að kaupa í jólamatinn handa öllu liðinu.  Þetta náttúrulega sýnir hvað hægt er að hjálpa mikið með tiltölulega fáum krónum frá Íslandi.

 

Hér að neðan er texti úr skýrslu frá Lucy þar sem hún gerir grein fyrir þessum peningum:Allur Little Bees hópurinn

  • "Expenditures Christmas feast & Children toys
  • Beans 1 Sack @ 3,800 x 1 =   3,800
  • Rice 1 sack @ 2,000 x 1 =   2,000
  • Cooking fat 20kg x 1 =   1,300
  • Toy balloons and toys to other children   =   2,500
  • 3 Crates of Sodas                                          =      900
  • Expenditure to all school children                = 10,500  
Thank you very much my dear Sponsors and the grand total of your donations have reached to the centre of Africans orphans who had no “HOPE” but now their ‘hopes’ lies in the hearts of Friends of Africa in Iceland. We are ready with all food for Christmas and the whole school will enjoy on our Christmas day.  I am wishing you all happy Christmas and a Happy New Year 2007 and the work plan you have planned for our project, let every Friends of Africa who knows us or have read about Little Bees receive my X-mass wishes.   Thanks goes to every Sponsor who have stepped in our Project and saw how our Little Bees School needs more Friends to build the classes and to look smart. I appreciate the whole year donations.Wishing you a wonderful and blessed New Year 2007  Yours faithfully,

Mama Lucy Odipo

Founder of Little Bees Orphans Project.   "

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband