Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Veikindafréttir

Nú hef ég fengið þær leiðinlegu fréttir að ástæða sjúkrahúsdvalar fósturdóttiur hennar Dóru Kristínar, Cynthiu er hvítblæði. Hér er mynd af Cynthiu: http://byflugur.blog.is/album/Fosturborn/image/859730/. Við vitum ekki mikið um hana, annað en stendur með myndinni, hún er í baby class, sem þýðir að hún er undir 6 ára. Hún er nýbúin að fá stuðningsaðila og ég var rétt búin að senda Lucy póst og biðja hana um frekari upplýsingar um Cynthiu, þegar ég fékk fréttir af veikindum hennar sjálfrar. Dóra hefur séð svo um að Cynthia fái afhentar gjafir á sjúkrabeðið til að létta henni lífið og láta hana vita að hún eigi sér góða stuðningsaðila, þó í fjarlægð sé.

 Eftir því sem Victor (titlaður yfirkennari Little Bees) segir, er Lucy ennþá mjög máttfarin. Hann segir að þökk sé hennar góða framlagi til samfélagsins í gegnum tíðina, hafi hún hlotið bestu umönnun. Því hún hefur þurft að fá næringu í æð, blóðgjafir og lyf. Blóð úr blóðbanka kostar mikið, en tveir vinir gáfu blóð og sjö aðrir lýstu sig reiðubúna til að gefa blóð. Þetta segir Victor að hafi gert læknana forviða og þeir hafi velt því fyrir sér hvers konar manneskju þeir væru með í höndunum, því að í Kenía mun fólk hræðast að gefa öðru fólki blóð. Alltaf lærir maður nú eitthvað nýtt um menninguna í Kenía.  Victor sagði líka að fólkið hefði sagt læknunum frá hinu góða starfi Lucy og þeir hafi þá lagt sig ennþá meira fram um að bjarga lífi hennar og meira að segja lækkað reikninginn hennar.

Það er sanngirni í heiminum eftir allt saman Grin Með orðum Victors: "Lucy;s hard work has saved her life, and all her friends, parents, cheered and praise God, because mama lucy was to die. She could not talk either open her eyes nor hear a word, but now she can whisper and give a small smile to friends who are around her bed, she also praises God ,and remembers her child Cynthia and asks about her."


Mama Lucy er veik

Ég var að fá póst frá Victor Ochieng sem hefur unnið með Lucy í Little Bees. Hér (http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/video/8684/) má sjá myndbrot af honum þar sem hann fræðir okkur um það sem vantar til að klára bygginguna okkar. Hann skrifar að Lucy hafi verið lögð inn á sjúkrahús fyrir viku síðan, alvarlega veik af taugaveiki (typhoid) og malaríu. Hann sagði líka að Cynthia, sem er fósturbarn Dóru Kristínar, sé ennþá veik á spítala. Victor ætlar að senda okkur upplýsingar um leið og eitthvað breytist og segist munu færa henni bréf frá okkur á sjúkrahúsið, ef við viljum senda henni línu.

Vont ástand í Little Bees

Miklar rigningar hafa verið í Kenía að undanförnu og flóð orðið víðsvegar, sem hafa hrifið með sér vegi og brýr. Skv. upplýsingum sem ég sá (http://www.irinnews.org/Report.aspx?ReportId=87648 og http://www.reliefweb.int/rw/rwb.nsf/db900sid/EDIS-7ZDM4G?OpenDocument&Click=,) er talið að 30 þús. manns hafi misst heimili sína vegna flóðanna. Mikil hætta er á að kólerufaraldur brjótist út við svona aðstæður.

Vondu fréttirnar frá Little Bees eru þær að þar flæddi líka. Í fyrstu var óttast að flóðið hefði hrifið með sér barn, en sá ótti reyndist ekki á rökum reistur. Fyrir þá sem ekki vita, þá eru fátækrahverfunum ekki svo vel sett að lekandi baby classhafa skólplagnir. Því liggja litlir skólpskurðir út um allt meðfram húsunum, með tilheyrandi fnyk. Flóðið auðvitað blandaðist öllum úrganginum í skurðunum, þannig að úr varð heilmikið skólpflóð sem flæddi út um allt hverfið og inn í skólastofurnar. Næturvörður sem býr í skólanum missti allt sitt hafurtask í skólpið. Öll börnin hafa verið send heim og skólastarf liggur niðri á meðan þetta gengur yfir.

Svona óþrifnaði fylgir mjög oft kólera og vekur það mikinn ugg í brjósti forstöðukonunnar, Lucy, því hún upplifði skelfilega tíma fyrir aðeins fáuum mánuðum síðan þegar alvarlegur kólerufaraldur herjaði á Little Bees skólann. Stór hluti barnanna veiktist mjög alvarlega og lágu sumir lengi á spítala. Fjögur barnanna dóu (sjá nánar hér: http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/entry/898618/ , http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/entry/907152/og hér http://www.byflugur.blog.is/blog/byflugur/entry/894810/).

 Við vonum það besta og fylgjumst vel með ástandinu.


Örlátir stuðningsforeldrar

Fyrirtæki Margrétar Kristínar og Börge, sem eru stuðningsforeldrar hennar Belindu (sjá mynd) styrktu Little Bees skólann um 30 þús. kr. fyrir jólinn. Fyrirtækið heitir ERGO ehf. og gaf út núna fyrir jólin nýja diskinn hennar Fabúlu, "In your skin" , en Margrét Kristín heitir auðvitað öðru nafni Fabúla, eins og unnendur góðrar tónlistar vita allir.  

Við þökkum þeim Margréti Kristínu og Börge, hjartanlega fyrir stuðninginn sem kemur sér afskaplega vel.

Belinda

Greiðslan hefur verið send til Little Bees og mun ætlunin vera að nota peningana til að gera við veggi kofans þar aðstaða barna á leikskólaaldri er til húsa. Leikskólabörnin eru enn hýst í einum af gömlu kofunum og eru veggir þar úr ónýtu ryðguðu bárujárni sem lekandi baby classlekur í rigningu. Að sögn Lucy lekur á bæði börn og námsefni þegar rignir og því afar nauðsynlegt að gera við bárujárnið.

Bráðlega verða peningar sem söfnuðust í byggingarsjóðinn fyrir jólin, sendir til Kenía. Kannski dugar það til að koma efri hæð hússins í gagnið LoL

Enn og aftur, kærar þakkir fyrir hjálpina Margrét og Börge!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband