Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Þakkir

Jólakortasalan er komin í gang - sjá nánar http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/entry/1118695/

Hver einasta króna sem kemur af sölu kortanna mun renna í byggingasjóð Little Bees, því Litróf gaf okkur prentun kortanna,  Verslunin A4 og Oddi gáfu okkur umslögin og Gólfþjónusta Íslands ehf gaf okkur plastið til að pakka þessu inn í.

Við þökkum þessum aðilum innilega fyrir stuðninginn!


Fjáröflunardagur Snyrtiakademíunnar gekk vel

dscn2982_1044028.jpgÞann 18. nóvember sl. hélt Snyrtiakademían í Kópavogi fjáröflunardag til styrktar Little Bees skólanum. Nemendur og kennarar voru á þönum allan daginn við að plokka, lita, nudda og hreinsa. Stelpurnar söfnuðu yfir 180 þúsund krónum og verður hver einasta þeirra notuð til þess að ljúka við skólann í Little Bees.

Við velunnarar skólans sendum ykkur yndislegu konum í Snyrtiakademíunni okkar bestu þakkir fyrir alla ykkar hjartagæsku Grin

Hér sjáið þið myndir af börnunum í Little Bees þakka fyrir sig

Nemendur Little Bees þakka SnyrtiAkademiunni

 dscf0056.jpg


Falleg jólakort

Nýju jólakortinÞessi gullfallegu jólakort eru nú til sölu hjá okkur. Pakki með 5 kortum kosta 600 kr.  og fer allur ágóði af sölunni í byggingasjóð Little Bees skólans.

Áhugasamir hafi samband í gegnum netfangið byflugur@gmail.com eða á Facebook "Vinir Little Bees".

 Ágóði af jólakortasölu undanfarin ár ásamt ágóða af fleiri fjáröflunun, hefur staðið undir byggingu nýs skólahúsnæðis fyrir börnin sem stunda skólann.

Þegar við byrjuðum aðbakhlið jólakorta styðja við Little Bees skólann, fór kennslan fram í litlum bárujárnshreysum með moldargólfum, í sumum kofanna voru bekkir en í öðrum var ekki neitt. Kennslugögn skólans voru ein lítil krítartafla, ekkert annað. Börnin höfðu hvorki blöð né skriffæri, hvað þá kennslubækur. Hægt og hægt hefur skólinn risið. Hann er nú tvær hæðir en einungis neðri hæðin hefur þó verið tekin í notkun. Vonumst við til þess að að fjáraflanir í kringum jólin, dugi til þess að hægt verði að taka efri hæðina í notkun.

Nú sitja börnin í skólastofum sem ekki hafa moldargólf, það eru borð og stólar í kennslustofunum og kennarar skrifa námsefnið á töflur. Það er búið að reisa lítinn steinkofa við hliðina á nýja skólanum sem hýsir bókasafn. Þó að safnkosturinn þætti ekki merkilegur á íslenskan mælikvarða, þá er þetta svo ótrúlegur mikill munur frá því sem áður var. Grin

Hér er hlekkur á myndband sem sýnir bókasafnið: http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/video/8692/

Hér er annað myndband sem sýnir Omondi, lýsa þakklæti sýnu fyrir nýja skólann: http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/video/8687/ og þriðja sem sýnir Robin þakka fyrir sig, þarna sést aðeins inn í nýja skólahúsið: http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/video/8685/


Áhrifin inn í svona samfélag þar sem vonleysi og örbirgð ríkja, er þó miklu meiri heldur en bara peningaframlagið. Við það að fá aðstoð og vitneskju um að meiri aðstoðar geti verið að vænta, fyllist fólkið í hverfinu og sjálfboðaliðarnir sem sinna skólanum nýjum krafti og hefjast handa við að bæta umhverfi sitt á allan hátt. Stór öskuhaugur sem lá nálægt skólanum hefur verið fjarlægður og mikill metnaður er lagður í að snyrta umhverfið. Það er ábyggilega ekki algengt að trjám sé plantað í miðjum fátækrahverfum, eins og búið er að gera í kringum Little Bees. Þar sem fæði barnanna er mjög einhæft, var hafist handa við að rækta spínat og annað hollt grænmeti í pokum við skólann. Þá voru einnig keyptar hænur og endur til eldis, til þess að börnin fengju stöku sinnum egg og kjöt, og fleira mætti nefna .

Kona sem heimsótti Little Bees fyrir 4 árum og aftur núna fyrir ári síðan segir að andrúmsloftið á staðnum sé gjörbreytt til hins betra frá því að skólabyggingin reis. Núna ríkir þarna bjartsýni og kraftur. Skólahúsið þjónar ekki eingöngu skólabörnunum, þar er einnig notað sem samkomustaður kvennanna í hverfinu, þar koma þær saman, ráða ráðum sínum og skipuleggja hvað hægt sé að gera meira til sjálfshjálpar.

Ef þú vilt kaupa jólakort, vinsamlegast hafðu samband í byflugur@gmail.com eða á Facebook "Vinir Little Bees".

 

 Nýja skólahúsið

 

 

 

 


Fjáröflunardagur til styrktar Little Bees skólanum í Snyrtiakademíunni

Nemendur Snyrtiakademíunnar við vinnu sinaÍ dag er fjáröflunardagur í Snyrtiakademíunni - nemarnir á fullu að dekra við gestina með andlitsmeðferðum, fótaaðgerðum o.fl. o.fl.

Þessir yndislegu nemar og starfsfólk skólans vinna í dag fyrir börnin í Little Bees, því skólinn í Nairóbí mun fá allan afrakstur dagsins.

Það er enn hægt að skrá sig í tíma eftir hádegi!

Kærar þakkir fyrir okkur!

 Eftirtalið verður í boði í Snyrtiakademíunni:

1.       Snyrtiskólinn. Kl.9-16.

Andlitsmeðferð. Verð kr. 5000.

Litun og plokkun.  Verð kr. 3000. 

Líkamsnudd. Verð kr. 5000.

2.       Fótaaðgerðaskóli Íslands. Kl.9-16.

Fótaaðgerð kr.5.000.

3.       Förðunarskólinn. Kl.9-13.

Nemendur og kennarar Förðunarskólans munu bjóða upp á ráðleggingar varðandi dag- , kvöld-

og brúðarförðun.  Verð kr. 2000. 

 

Allur ágóði dagsins mun renna óskiptur til Little Bees skólans.

Við vonumst eftir stuðningi þínum við „athafnasemi okkar „ í  þágu góðs málefnis.

Panta má tíma í síma 553-7900 begin_of_the_skype_highlighting              553-7900      end_of_the_skype_highlighting eða  senda tölvupóst á skoli@snak.is.


Skýrslur og myndir af börnunum í Little Bees

Sælir fósturforeldrar

Það eru komnar nýjar skýrslur og myndir af börnunum. Skýrslurnar má sjá neðst í þessari færslu, þið smellið bara á nafn viðkomandi barns til að sjá skýrslu, en myndirnar eru hér á þessari slóð: http://byflugur.blog.is/album/2010_nov/.

Af sjúklingunum í hópi fósturbarnanna er það það frétta að Amosi, sem er með hjartagalla hrakar stöðugt, hann getur orðið illa stundað skóla og það líður yfir hann allt að þrisvar sinnum á dag. Horfur hans eru því miður ekki bjartar. Það er sorglegra en tárum taki að það er ekkert hægt að gera að því er virðist, til að lengja líf hans. Af Cynthiu litlu sem þjáist af hvítblæði eru betri fréttir, hún er komin út af sjúkrahúsinu og hefur stundað skólann síðustu þrjá mánuði amk.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Gjafir til Little Bees

Það er dásamlegt að upplifa hvernig stuðningur einstaklings eða hjóna við eitt munaðarlaust barn í Kenía, dreifist smám saman út til stórfjölskyldunnar, þannig að barnið í Afríku á orðið heilt stuðningsnet á Íslandi, sem styður barnið og skólann sem það gengur í.

Dæmi um þetta eru Margrét Kristín Sigurðardóttir og Börge Wigum. Þau tóku að sér að styðja Belindu Atieno.  Í kjölfarið tóku foreldrar Möggu Stínu, Sigurður og Jóhanna, að sér að styðja aðra litla stúlku, sem heitir Silvia.

 Móðir Börge átti stórafmæli fyrir dálitlu síðan, í tilefni af afmælinu gaf hún peningagjöf til Little Bees skólans sem Belinda og Silvia stunda báðar. Þá héldu börn Möggu Stínu og Börges tombólu ásamt vinkonu sinni og gáfu andvirðið til Little Bees skólans (sjá: http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/entry/1079148/) . Hér að neðan má sjá afraksturinn af þessum peningagjöfum. Keyptir voru nýjir matardiskar úr ryðfríu stáli fyrir öll börnin sem stunda skólann, en þau fá hádegismat í skólaBULDING MATERIAL DONATIONnum. Hinir gömlu voru úr plasi og voru orðnir verulega úr sér gengnir. Einnig voru keyptar námsbækur handa börnunum, en allt námsefni í skólanum er af mjög skornum skammti. Smám saman eru þau mál þóMAGASTINA MOTHER IN LAW DONATION OF FEEDING PLATES að komast í betra lag, með framlögum héðan og þaðan. Þá var líka keypt efniviður til þess að setja múrhúð á gólf nýja skólahúsnæðisins.

Það er alveg magnað hvað börn íslensku stuðningsforeldranna hafa verið dugleg að styrkja Little Bees skólann með tombólufé. Áður hafa verið keyptir gluggar í nýja skólann fyrir söfnunarfé þeirra.

BAHATI NASIBU & MAGASTINA DONATIONS Receipt


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband