Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Þjóðernishreinsanir í Kenýa?

Ástandið í Kenýa heldur áfram að versna og ganga sumir svo langt að tala um þjóðernishreinsanir og líkja ástandinu við Ruanda (sjá Guardian http://www.guardian.co.uk/kenya/story/0,,2249053,00.html).  Skv. fréttum hafa 800 manns þegar tapað lífi, sumir halda því reyndar fram að það sé allt of lág tala, þá hafa mörg hundruð þúsunda flúið heimili sín og eru á vergangi.  Nágrannar frá síðasta mánuði, berjast nú við hvorn annan, vopnaðir kylfum, sveðjum, golfkylfum, steinum og öllu því sem hönd á festir og hefur nú ástandið þróast þannig að kominn er vítahringur hefndarofbeldis (sjá Guardian http://www.guardian.co.uk/kenya/story/0,,2248971,00.html.Allur Little Bees hópurinn

Það eru þó að mestu leyti hinir bláfátæku íbúar fátækrahverfanna sem eru í mestri hætti, hinir betur efnuðu og þeir sem kölluðu þetta ástand yfir landið, eru flestir öruggir inni í vel vöktuðum betri hverfum í Nairobi.  Hinir, þar á meðal skjólstæðingar okkar í Little Bees skólanum, geta ekkert farið, verða bara að þreyja þorrann og vonast til að lifa af.  Ég læt fylgja hérna mynd af börnunum í Little Bees, sem tekin var fyrir jólin 2006, en sum þessara barna létu lífið nú í janúar í óeirðunum.

Við höldum auðvitað áfram að safna fyrir þau.  Söfnunarreikningurinn er 0137-15-380813, kt. 550109-0850.


Kosningamótmæli eru að breytast í ættflokkastríð

Af fréttum að dæma eru mótmælin vegna framkvæmdar forsetakosninga í Kenýa að þróast hægt og örugglega, í ættflokkaerjur, sjá grein í Guardian á slóðinni: http://www.guardian.co.uk/kenya/story/0,,2247863,00.html og ítarlegar lýsingar á slóðinni: http://www.guardian.co.uk/kenya/story/0,,2247561,00.html.

Tengiliður okkar, forstöðukona Little Bees, Lucy Odipo segist núna vera flóttamaður í eigin heimalandi, hún þurfi að leita á sérstakt verndarsvæði lögreglunnar til að sofa, því hún óttast að vera brennd inni, eins og hafa verið örlög margra í fátækrahverfunum, m.a. nokkurra barna sem sækja Little Bees.  Lucy hefur misst aleigu sína, því öllu var rænt af heimili hennar og einnig úr Little Bees skólanum, mat, skrifborðum, teppum, sængurfötum o.s.frv.  Þá er ferðum fólks settar verulegar skorður, þar sem hún segir glæpamenn sitja um fólk til að spyrja það af hvaða ættflokki það er og misþyrma þeim sem eru af röngum ættflokki.  Henni hefur tvisvar sinnum tekist að senda mér tölvupóst frá því að þessi ósköð byrjuðu og hefur hún farið í lögreglufylgd.  Fylgjendur forsetanna berja á hvor öðrum með kylfum, bogum og örvum og eira engu, ekki heldur saklausum borgurum sem vilja bara fá að lifa í sátt og samlyndi við umhverfi sitt og nágranna.  Ég læt fylgja þessu bloggi mynd af móður eins nemanda í Little Bees, sem varð fyrir barðinu á þessum skríl, hún var næstum barin til dauða, hlaut djúpa skurði á höfuð, öxl, annarri hendi og fótum.

Það er hræðilegt að hugsa til þess að litlu saklausu fósturbörnin okkar skuli búa við þessar aðstæður núna.  Síðustu fréttir hvetja ekki til neinnar sérstakrar bjartsýni, þó ég sé fegin að Kofi Annan virðist ekki vera búin að gefast upp á "forsetunum tveimur", eins og Lucy kallar þá, strax.

Hér er hægt að hlusta á nýja frétt um ástandið í Kenýa: http://blogs.guardian.co.uk/podcasts/2008/01/killing_each_other_with_machet.html


Ekki lifðu öll börnin í Little Bees af óeirðirnar sem geysa í fátækrahverfunum.

 Vondar fréttir frá Little Bees, ekki lifðu öll börnin sem skólann stunda af óeirðirnar og íkveikjurnar sem þar hafa verið stundaðar.  Enn önnur misstu systkyni eða aðra nána ættingja.  Fyrir pening sem sendur var í janúar, keypti Lucy nauðsynjar vegna skólans og fósturbarna auk þess sem hún styrkti fjölskyldur nokkurra annarra Little Bees barna með matargjöfum, sjá myndir á slóðinni: http://byflugur.blog.is/album/LittleBeesjanuar2008/.

Minni svo auðvitað á söfnunarreikninginn, 0137-15-380813, kt. 550109-0850.


Nú klárum við að byggja skólann okkar í Kenya

Fjáröflun Snyrti-Akademíunnar, til styrktar byggingu skólahúsnæðis fyrir Little Bees skólann í Kenýa var haldin á laugardaginn.  Þessar konur eru algjörir snillingar.   Núverandi og fyrrverandi nemendur, starfsfólk og eigendur skólans stóðu vaktina í allan daginn og dekruðu við gesti og gangandi.  Skólinn gaf efnið og nemendur og starfsfólk vinnuna ... og afraksturinn var yfir 220 þús kr.  Með því sem áður hefur safnast, höfum við nú rétt tæpar 400 þús. kr. til að senda til Little Bees, og mun það duga til að ljúka við að koma upp veggjum á fyrstu hæð og veggjum og þaki á annari hæð.

Nýja byggingin er hálfnuðTil ykkar yndislegu kvenna í Snyrtiskólanum segi ég bara mínar innilegustu þakkir fyrir allt ykkar örlæti.  Ég veit að flestar hafa svo sannarlega nóg við sinn frítíma að gera og það að þið skylduð vera fúsar til að gefa vinnu ykkar í heilan dag til að létta börnum í annarri heimsálfu lífið, segir allt sem segja þarf um hjartalag ykkar.  

Hér eru nokkrar myndir frá fjáröflunardeginum.


... svo mikið af góðu fólki

Ég er stödd í Snyrtiakademíunni í Kópavogi, þar sem að í gangi er fjáröflunardagur, verið að safna fyrir byggingu skólans okkar í Little Bees.  Hér er fullt af fólki að koma og fara og nemarnir duglegu á fullu í andlitsböðum, naglaásetningum, förðunum o.fl. 

Elskulegir nágrannar skólans í Hjallabrekkunni, bakaríið Kornið, sendu okkur fullt af bakkelsi fyrir gesti og gangandi að gæða sér á.  Kærar þakkir fyrir það!

Enn er hægt að láta skrá sig.  Hvet ykkur sem lesa til að hringja í skólann.  Síminn er 553-7900 og panta ykkur dekur  í dag.  Þið sem eruð að fara út í kvöld, upplagt að koma hingað í förðun og styrkja gott málefni í leiðinni.  Allur afrakstur dagsins rennur í byggingasjóð Little Bees skólans.  Klárum nú fínu bygginguna, sjá slóð http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/image/395560/.


Takk Stína, takk Gígja

Þær Kristín og Gígja, sem báðar heimsóttu Little Bees skólann í sumar, voru svo elskulegar að leggja fram 15 þús. kr. til að hjálpa Lucy, forstöðukonu skólans, að koma skólanum aftur í gang eftir alla upplausnina í Kenya.  Eins og ég sagði frá í fyrra bloggi, þá var öllu sem kjaft á festi stolið úr skólanum í óeirðunum sem geisuðu í fátækrahverfunum.

Úbs ... gleymdi áðan

Í framhaldi af blogginu hér á undan ... ef þú kemst ekki í dekrið en vilt samt hjálpa litlu elskunum í Little Bees til að eignast þokkalegt skólahúsnæði, þá er söfnunarreikningurinn 0137-15-380813, kt. 550109-0850.


Frábært tækifæri til að dekra við sál og líkama....

Já þetta er dagsatt.  Þú getur nært sálina með góðverki, um leið og þú liggur á þægilegum bekk og Nýja byggingin er hálfnuðlætur dekra við þig.  Næstkomandi laugardag heldur Snyrtiakademían í Kópavogi fjáröflunardag.  Nemarnir ætla að gefa vinnu sína og skólinn leggur til efni, áhöld og aðstöðu.  Afraksturinn rennur óskertur í byggingarsjóð Little Bees skólans, sem rís hægt og sígandi í fátækrahverfinu Madoya við Nairobi í Kenýa.  Síðasta ár söfnuðust tæplega 300 þús. kr. á fjáröflunardeginum hjá stelpunum og dugði sú upphæð langleiðina til að byggja neðri hæð skólans.  Eins og sjá má af myndinni er þetta nú ekki bygging sem stæðist íslenska byggingareglugerð, en almáttugur, hvílíkur munur frá litlu hreysunum sem börnin höfðust í áður (sjá t.d. mynd á http://byflugur.blog.is/album/LittleBees-november/image/98775/).

Já það fara að verða síðustu forvöð að skrá sig.  Ég hef það fyrir satt að enn sé hægt að komast í líkamsnudd, gervineglur eða förðun og eflaust eitthvað fleira, hjá Snyrtiakademíunni á laugardaginn.  Það er því um að gera og taka upp símann og skrá sig í dekrið í síma 553-7900, eða með tölvupósti á skoli@snyrtiakademian.is.

Hér er fréttatilkynning með nánari upplýsingum:


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fréttir af Lucy

Alveg sambandslaust er við Little Bees þessa daganna.  Lucy er í felum en hér á eftir læt ég póst frá Anne Lauren í Kisumu, sem hringdi í Lucy fyrir okkur og spurði frétta af henni:

Hi Ragnar

Thank you so much. i have just talked to Lucy and the information she has given me is as follows:
all the sponsored children are alive but at the moment she is not sure since some of the children who com to little bees school are staying with their relatives around but the fire was too much so she will confirm when the schools open
her husband was beaten and hospitalised o date.. she is not in a position to move freely.
otherwise i'll keep calling her for more information.
anne laurine

Fréttir frá Kenýa

Fékk eftirfarandi póst sendan frá Kenýa, hann skrifar Anne Lauren sem hefur stundum verið tengiliður okkar við Little Bees, en hún er reyndar staðsett annars staðar, eða í Kisumu, en það er einn af þeim stöðum þar sem lætin hafa verið hvað mest.  Þessi stutti texti sýnir svo vel að það eru raunverulegar manneskjur á bak við fréttirnar sem við fáum, alls konar persónulegir harmleikir, sem að maður hugsar ekki út í þegar maður les fréttirnar, annars hugar með morgunkorninu.

Hi,
Thank you so much for the  message.  it is so consoling and unerstandable,
Here things are not very good.  I have joined the red cross team on identifying the sick who are currently unable to acess medical a ssistance, the rape victims who need counselling and those who need basic things like food e.t.c.  there is alot to be done here and there but all in all we hope things will get well soon.
There is a lot of confusion, most shops were burnt, the rare comodities which are available    are very expensive but we have to buy.
We are trying to apply the non violence campaign but a few can understand since mostly looting is very high, no job opportunity for the casual workers causing the increase of  thugs within us.
otherwise thank you for your concerned. I have talked to lusy a few mins ago.
Anne

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband