Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Flottar skýrslur um börnin okkar í Nairobi

Til stuðningsforeldra barna í Little Bees

Það eru komnar nýjar skýrslur, einkunnaspjöld, ljósmyndir, bréf og teikningar frá litlu englunum okkar íMarion mín litla Little Bees. Mér sýnist að mörg börnin hafi átt við veikindi að stríða að undanförnu. Ef ég man rétt er oftast regntímabil í apríl á þeirra slóðum og því fylgja oft talsverð veikindi hjá börnunum. Mér sýnist á skýrslunum að þau sem veiktust hafi fengið læknisþjónustu, sem er algjörlega frábært, því að sú þjónusta er mjög dýr í Kenía. Ekki veit ég hvernig hún Lucy fer að þessu!

Einum litlum dreng í hópnum mun þó ekki batna nema að hann gangist undir hjartaaðgerð, því hann er með hjartagalla, sem virðist há honum alltaf meira og meira. Hér er mynd af honum og skýrslan hans: http://byflugur.blog.is/album/2009_april/image/835957/. Það er nú kannski spurning um það hvort við reynum að setja í gang sérstaka söfnun fyrir hjartaaðgerð handa honum? Hvað segið þið um það?

Annars eru þessar flottu skýrslur og bréf hérna:http://byflugur.blog.is/album/2009_april/ - eins og áður smellið þið á litlu myndirnar til að stækka þær.


Fréttir af litlu býflugunum

AnneLauren i LBaAnne Lauren, sem er tengiliður vina Afríku heimsótti Little Bees núna í AnneLauren i LBapríl fyrir okkur, til að sjá hvernig gengi hjá þeim. Hún sagði okkur eftir heimsóknina að þar væri allt starf í góðu lagi, Lucy fær smá hjálp frá ungum manni að nafni Victor, við skýrsluskrif o.þh.

Hér eru nokkrar myndir sem hún sendi okkur.

Okkur gengur auðvitað ekki alveg nógu vel að klára skólahúsið, enn eftir að setja glugga o.fl.  Minni því á söfnunarreikninginn okkar 0137-15-380813, kt. 550109-0850.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband