Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Skólastofur minnstu barnanna.

Yngsta deildin í Little Bees hefst við í skúrum sem liggja út frá nýju skólabyggingunni. Þetta er auðvitað hálfgert hreysi, ryðguðu bárujárninu í þakinu var haldið niðri með dekkjum og þakið hélt auðvitað ekki vatni. Einn góður stuðningsaðili Little Bees, hún Magga Stína, öðru nafni Fabúla gaf fjárhæð sem dugði til þess að kaupa nýtt bárujárn og gera við þakið. Hér má sjá myndir af húsinu fyrirIMG 0206 viðgerðir og frá vinnu við viðgerðinar.

Nú hafa dugleg börn haldið tómbólu og gengið í hús og selt bangsa og þannig safnað fyrir gluggum í skólastofur yngstu barnanna. Við setjum inn myndir um leið og viðgerðinni er lokið.

Hér eru fleiri myndir af kofunum: http://byflugur.blog.is/album/baby_class/


Dugnaðarstelpur!

Þær Elín Halldóra, Rakel Marín, Rakel Sif og Rebekka Líf, sem eru 7 og 8 ára gamlar vörðu síðustu helgi í að safna peningum fyrir börnin í Little Bees. Þær sáu myndir af skólanum og fannst afleitt að það væru ekki gluggar á húsnæðinu og ákváðu með það sama að fara og safna pening. Þær söfnuðu saman gömlu böngsunum sínum og gengu í hús og buðu þá til sölu. Þessum duglegu og framtakssömu stúlkum gekk alveg rosalega vel og söfnuðu 10.000 krElín, Rakel Marín og Rakel Sif. Á myndina vantar Rebekku Líf. á tveimur dögum.

 

Kærar þakkir stelpur, þið eruð algjörir dugnaðarforkar.


Takk fyrir Katla

Katla og amma hennar, hún Ragnhildur, styrkja Agnesi Wanjiku, sem er nemandi í Little Bees. Hún Katla virkjaði skólasystur sínar, þær héldu héldu tombólu og söfnuðu 5.000 krónum til þess að styrkja börnin í Little Bees skólanum.

Kærar þakkir Katla, þú ert alveg frábær stelpa!Agnes Wanjiku hefur fengið fósturforeldri


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband