Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Nýjar skýrslur um börnin ykkar í Little Bees

Bara eins og venjulega smellið þið á nafn barnsins hérna fyrir neðan til að fá upp viðkomandi skýrslu.

Hér eru svo fullt af myndum: http://byflugur.blog.is/album/2013_april/

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ný bygging að rísa í Little Bees

Nú hefur verið hafist handa við að byggja aðra skólabyggingu undir skólastarÁ hægri hönd eru kofarnir sem voru rifnir til að rýma fyrir nýju húsifið í Little Bees. Búið er að rífa niður gömlu kofana með moldargólfunum, sem áður hýstu börSjálfboðaliðar að störfumnin sem eru á leikskólaaldri (babyclass, nuresery og pre-unit). Með hjálp frá Íslandi hafði verið reynt að lappa upp á gömlu kofana, t.d. gaf ein stuðningsfjölskyldan peninga til þess að endurnýja þakplötur og íslenskir sjálfboðaliðar máluðu ytra byrði kofana, en tekin var ákvörðun í skyndi um að rífa kofana þegar í ljós kom að í moldargólfunum höfðust við pöddur (jiggers) sem þekktar eru fyrir að verpa eggjum sínum í hold. Þessar pöddur geta verið mjög mikill skaðvaldur, jafnvel lífshættulegar ef ekkert er að gert, eins og fram kemur í þessu myndbandi af YouTube:

Fulltrúar heilbrigðisyfirvalda mættu á svæðið og meðhöndluðu þau börn sem þurftu. Little Bees börnin eru ábyggilega á meðal fátækustu íbúa þessa heims og þó þeim börnum sem eiga íslenska stuðningsforeldra sé tryggður skófatnaður, höfum við því miður ekki getað útvegað öllum börnunum skófatnað og þurftu því mörg börn á hjálp að halda.

IMG 0034Þessi nýja bygging mun hýsa yngstu Little Bees börnin og verður það nú munur fyrir þau að fá að læra í skólastofum með steyptu gólfi, vonandi bjartari og rúmbetri en þær sem þau notuðu áður (sjá hér). Ef við verðum rosalega dugleg að safna þá er hægt að hafa þessa byggngu á tveimur hæðum ... minni auðvitað á reikningsnúmer byggingasjóðs: 0137-15-380813, kt. 550109-0850.

Sem betur fer áttum við pening í byggingasjóði til þess að hjálpa til við að koma húsinu af stað og hafa nú verið sendar kr. 435 þúsund krónur sem munu ábyggilega duga til þess að koma skólabyggingunni vel áleiðis.  Þessi fjárhæð kemur frá Börge Wiigum sem notaði fimmtugsafmælið sitt sem fjáröflun fyrir Little Bees, Snyrtiakademíunni í Kópavogi sem gaf okkur allan afrakstur af fjáröflunardegi sínum og sölu jólakorta undanfarin tvö ár.

Fleiri myndir af nýju framkvæmdunum má sjá hér: 

http://byflugur.blog.is/album/nyja_leikskola_bygginging/

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband