Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Silvía fékk langþráða aðgerð á hendi

Jóhanna og Sigurður styrkja Sylivia MwanikhaHún Silvia Mwanikha er 11 ára og býr í fátækrahverfinu Madoya í útjaðri Nairobi í Kenía. Hún er búin að missa báða foreldra sína, en býr hjá forráðamanni við afar bág kjör. Silvía stundar Little Bees skólann og á stuðningsforeldra á Íslandi sem heita Sigurður og Jóhanna, en þau styðja hana og skólann með mánaðarlegum framlögum. 

Silvía hefur verið fötluð á hendi frá fæðingu. Nú í september var ástand hennar orðið þannig að annað hvort myndi hún gangast undir aðgerð, eða þá að hendin yrði tekin af. Hún gekkst því undir stóra og flókna aðgerð og var 8 tíma á skurðarborðinu. Tekin voru bein úr baki og læri og bætt við höndina. Hún liggur nú á sjúkrahúsi með höndina kirfilega festa við magann á meðan allt grær. Hún þjáist talsvert þessi elskulega litla stúlka, því hún verður að liggja kyrr á hægri hliðinni, getur ekki gengið fyrr en lærið og bakið eru nægilega gróið. Það er þó góð von til þess að aðgerðin verði til þess að hún fái starfhæfan handlegg. Fyrir liggur að hún mun þurfa á annarri aðgerð að halda að ári liðnu.

Svo dásamlega vildi til að nýbúið var að senda 50 þúsund krónur til Little Bees, sem var afrakstur söfnunar sem Bjarni Hákonarson efndi til í tilefni af afmæli sínu (sjá hér: http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/entry/1179240/) og mátti Lucy forstöðukona ráðstafa þeim að vild. Þessir peningar, ásamt dálítilli upphæð sem skólanum tókst að skrapa saman voru notaðir sem innborgun fyrir aðgerðina (60 þúsund kenískir shillingar). En duga þó silvia i nyjum fotumekki til, auk þess sem reikningar fyrir sjúkralegu munu bætast við. Í byggingasjóði Little Bees er til tæplega 60 þúsund krónur sem eru til komnar vegna stuðnings aðila sem hafa verið svo elskulegir að leggja skólanum lið með framlögum af og til (Kristín Sævarsdóttir, Guðrún Elín Jónasdóttir og Jón Hákon Jónsson), auk framlaga frá börnum sem haldið hafa tombólur til styrktar starfinu. Ákveðið hefur verið að senda þessa peninga nú þegar til Little Bees til þess að tryggja Silvíu áframhaldandi læknisaðstoð.

Trúlega mun þetta þó ekki duga til þannig að nú ætla ég að biðla til ykkar þarna úti sem eruð aflögufær með stórt eða smátt, safnast þegar saman kemur. 

Sérstakur söfnunarreikningur fyrir læknismeðferð Silvíu er 137-26-004645, kt. 550109-0850.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband