Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Lítil von fyrir Amos

Amos litli sem er einn af skjólstæðingum okkar í Little Bees skólanum dvelur á sjúkrahúsi um þessar mundir. Hann er fæddur með einshvers konar hjartagalla, sem háir honum meira og meira með hverju árinu, að því virðist. Við höfum haft áhyggjur af heilsu hans, því af myndum að dæma, þá er hann orðinn eftir jafnöldum sínum í vexti, hann heldur ekki í við þá í leikjum, heldur verður að láta sér nægja að sitja og horfa á. Hann er þó glaðlegur og bjartsýnn drengur, eins og sjá má á myndbandinu hér (sá litli feimni í hvítu skyrtunni):

Kjartan Jónsson fór ásamt Lucy forstöðukonunni í Little Bees og talaði við hjartalækni sem hafði skoðað Amos áður, nú í sumar. Hjartagalli Amosar er flókinn, en vonir voru bundnir við að Bandarískir læknar sem koma af og til, til Nairobí og sinna sjálfboðaliðastarfi, gætu skorið hann upp og lagað hjartagallann. Sú von brást, bæði töldu þeir að lífi Amosar væri of mikil áhætta búin væri hann skorinn upp auk þess sem að svo stór aðgerð myndi taka of mikið af takmörkuðum tíma þeirra og peningum, þ.e. áhersla er lögð á að reyna að hjálpa sem flestum börnum.

Fyrr í þessum mánuði veiktist Amos hastarlega, átti mjög erfitt með andardrátt og gat ekki talað. Lucy fór með hann á sjúkrahús, þar sem hann er ennþá skv. nýjustu fréttum sem ég hef. Nú þegar hann á ekki lengur von með skurðaðgerð, er aðeins hægt að létta honum lífið með lyfjum.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband