Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Bréf og myndir frá þessum yndislegu börnum

Hér eru ný bréf frá börnunum og litaðar myndir frá þeim yngstu (smellið á litlu myndirnar til að stækka þær): http://byflugur.blog.is/album/2009_gust_bref_/

 


Syfjuð og að því virðist ánægð nafna mín í Kenía

Þetta Brynhildur Akinyi nafna mín í Kenía Grin


Týnt barn

Hérna er mynd af litla drengnum sem sagt er frá hér: http://kindverjar.blogspot.com/ , en Lucy er þekkt í slömminu fyrir góðverk sín, þannig að þegar lögreglan finnur börn sem engin kannast við, eru gjarnan komið með þau til hennar og hún elur önn fyrir þeim þar til ættingjar finnast eða aðrar ráðstafanir eru gerðar. Þessi litli fallegi drengur fannst fyrir tveimur vikum, en ennþá hafði enginn gefið sig fram sem var að leita hans. Svona er lífið í fátækrahverfunum!


Til okkar frá Lucy Odipo

Hér er hún komin, snillingurinn og kraftaverkakonan Lucy Odipo. Kjartan bað hana að segja sér frá gangi skólabyggingarinnar, hún segir að mikið hafi verið gert, en enn sé eftir að setja í glugga, múra gólfin á neðri hæð og klára að setja timbur í gólfin á efri hæðinni auk annars frágangs. Hún segir líka frá því að fyrir hluta af mánaðarlegum framlögum stuðningsaðilanna (sem hún kallar DAP money og er aðskilið frá byggingarsjóðnum okkar), hefur hún byggt lítið bókasafn og búið það bókum. Hún sendir ástar og þakklætiskveðjur til ykkar allra.

Hér er svo mynd af fína, nýja bókasafninu, sem ég er alveg að missa mig yfir, því nú loksins finnst mér þetta vera orðinn alvöru skóli Wizard:


Viktor segir frá því sem eftir er að gera í skólabyggingunni

Hellings frágangur eftir, t.d. þakrennur, klára gólf á efri hæð, gluggar o.fl. o.fl.

Minni auðvitað á byggingarsjóðinn: 0137-15-380813, kt. 550109-0850 Grin


Skilaboð frá Amos til Sögu

Hér mátti reyndar fyrst sjá Robin, sem studdur er af Ingu Kolbrúnu og svo kom hinn sæti feimni Amos, sem er reyndar hjartveikur, en við erum að reyna að safna fyrir aðgerð handa honum, sjá: http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/entry/524870/ .


Skilaboð frá nemanda

Þetta er hann Omondi, hann er einn af nemendum Little Bees en er þó ekki eitt af börnunum sem hljóta stuðning héðan. Hann er þrettán ára, klár strákur sem segist vera þakklátur fyrir allt sem við höfum gert fyrir skólann. Skólinn sé núna orðinn stór og fallegur skóli.


Skilaboð frá Robin til Ingu Kolbrúnar

Robin þakkar fyrir sig Smile


Skilaboð frá Mohamed til Friðsemdar

Mohamed þakkar fyrir stuðninginn.


Skilaboð frá Marion til Brynhildar og Erlendar

Hana segist vanta dúkku og skólabúning Grin

 

 ... og afhendir listaverkið sitt, til þess að senda til Íslands


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband