Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012

Grace Musau hefur eignast stuðningsfjölskyldu

grace_musau_new_sponsor_rakelGrace Musau er 12 ára stúlka sem stundar Little Bees skólann sem starfræktur er í einu af fátækrahverfum Nairobi borgar í Kenía.

Grace hefur nú eignast stuðningsfjölskyldu á Íslandi, en það er Rakel Marín Konráðsdóttir, 10 ára, og fjölskylda hennar sem ætla að styðja Grace.

Grace veitir svo sannarlega ekki af stuðningi. Hún er önnur í röðinni af 6 systkinum, en foreldrar barnanna, Michael og Mukai eru bæði sjúk af alnæmi. Fjölskyldan býr öll í einu herbergi í litlum moldarkofa. Veikindi foreldranna koma í veg fyrir að þau geti séð börnum sínum farborða en velunnarar og vinir hjálpa til, kvennahópur Little Bees færir fjölskyldunni t.d. mat.

Það vill svo skemmtilega til að vinkona Rakelar,  Elín og hennar fjölskylda, styðja aðra stúlku sem stundar

Rakel og Elín

 Little Bees skólann. Sú stúlka heitir Marion og er vinkona Grace, þannig að tvær vinkonur í Garðabæ eiga nú fóstursystur í Kenía sem líka eru vinkonur Grin


Nýjar fréttir af börnunum ykkar í Little Bees

Nú eru komnar nýjar myndir og skýrslur af börnunum í Little Bees. Börnin sjáið þið hér:

http://byflugur.blog.is/album/2012_agust/

.... eins og venjulega þurfið þið að smella á litlu myndirnar til að stækka þær.

Hér fyrir neðan koma svo skýrslur um hvert og eitt barn, smellið á nafnið til að ná í skýrslu.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband