Vont ástand í Little Bees

Miklar rigningar hafa verið í Kenía að undanförnu og flóð orðið víðsvegar, sem hafa hrifið með sér vegi og brýr. Skv. upplýsingum sem ég sá (http://www.irinnews.org/Report.aspx?ReportId=87648 og http://www.reliefweb.int/rw/rwb.nsf/db900sid/EDIS-7ZDM4G?OpenDocument&Click=,) er talið að 30 þús. manns hafi misst heimili sína vegna flóðanna. Mikil hætta er á að kólerufaraldur brjótist út við svona aðstæður.

Vondu fréttirnar frá Little Bees eru þær að þar flæddi líka. Í fyrstu var óttast að flóðið hefði hrifið með sér barn, en sá ótti reyndist ekki á rökum reistur. Fyrir þá sem ekki vita, þá eru fátækrahverfunum ekki svo vel sett að lekandi baby classhafa skólplagnir. Því liggja litlir skólpskurðir út um allt meðfram húsunum, með tilheyrandi fnyk. Flóðið auðvitað blandaðist öllum úrganginum í skurðunum, þannig að úr varð heilmikið skólpflóð sem flæddi út um allt hverfið og inn í skólastofurnar. Næturvörður sem býr í skólanum missti allt sitt hafurtask í skólpið. Öll börnin hafa verið send heim og skólastarf liggur niðri á meðan þetta gengur yfir.

Svona óþrifnaði fylgir mjög oft kólera og vekur það mikinn ugg í brjósti forstöðukonunnar, Lucy, því hún upplifði skelfilega tíma fyrir aðeins fáuum mánuðum síðan þegar alvarlegur kólerufaraldur herjaði á Little Bees skólann. Stór hluti barnanna veiktist mjög alvarlega og lágu sumir lengi á spítala. Fjögur barnanna dóu (sjá nánar hér: http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/entry/898618/ , http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/entry/907152/og hér http://www.byflugur.blog.is/blog/byflugur/entry/894810/).

 Við vonum það besta og fylgjumst vel með ástandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband