Byggingasjóðurinn

Smá fréttir af skólabyggingunni okkar í Little Bees. Hér er myndband af Victori þar sem hann sýnir okkur það helsta sem eftir er að gera til að klára húsið. Það á eftir að loka samskeytum þaks og veggja á efri hæð, setja glugga og timbur á gólf á efri hæð, setja upp þakrennur og stiga á milli hæða. Þá vantar milliveggi kennslustofanna þriggja á neðri hæð.

Með sölu jólakorta söfnuðust 55.600 kr.  og Gólfþjónusta Íslands ehf., sem alltaf hefur leyft byggingasjóði Little Bees að njóta örlætis síns í kringum jólaleytið, gaf 175 þús. kr.

Nú höfum við því sent 220 þús. kr. til Little Bees og vonumst til þess að fari langleiðina til þess að hægt verði að taka efri hæð hússins í notkun, svo að sjöundi bekkur, sem hingað til hefur þurft að verja skóladeginum í tjaldi, komist undir þak.Little Bees halfklaradur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband