Þetta er hún Linda...

Linda á útskriftardaginnÞetta er hún Linda. Hún er fædd og uppalin í Kenía, barn sárafátækra foreldra. Fyrir örfáum árum benti ekkert til þess að framtíð Lindu yrði öðruvísi en foreldra hennar, basl og eilífur flótti frá hungurvofunni.

Það varð Lindu til happs að verða á vegi hóps íslendinga sem ferðuðust um Kenía fyrir nokkrum árum. Einn ferðamaðurinn, Gígja Árnadóttir, tók að sér að styrkja Lindu til framhaldsnáms. Slíkt nám er mjög dýrt í Kenía, jafnvel á íslenskan mælikvarða, og oftast bara fjarlægur draumur í hugum barna sem búa við aðstæður svipaðar þeim og Linda bjó við.

Framtíðarhorfum Lindu eru nú svo langt frá því sem þær voru áður en hún hlaut stuðning til náms frá Gígju. Hún mun ef að líkum lætur geta séð vel fyrir sér og sínum í framtíðinni Grin

Dugnaður þessara tveggja kvenna hefur þegar breytt lífi Lindu svo um munar. Svona stuðningur hefur svo gríðarlega mikil áhrif, tilvera Lindu hefur breyst varanlega til hins betra og þess vegna líka líf þeirra barna sem hún mun ef til vill eignast í framtíðinni og kannski þeirra barna líka. Þú ert snillingur Gígja :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband