Við þökkum Kvenfélagi Hallgrímskirkju fyrir að styrkja Silvíu

Ég hef sagt ykkur áður frá henni Silvíu Mwanikha, sem er einn af nemendur Little Bees skólans. Silvía fæddist fötluð á hendi, en fyrir skömmu var ástand hennar orðið þannig að læknar sögðu að ef hún gengist ekki strax undir aðgerð, yrði að taka af henni handlegginn, því höndin var byrjuð að rotna. Meðferð hennar verður í nokkrum áföngum en nú er búið er að taka bein úr baki og læri og bæta í handlegginn. Þegar það verður allt vel gróið verður ráðist í að laga olnboga. Aðgerðir sem þessar eru dýrar og er áætlað að þær muni kosta um 400 þúsund krónur þegar upp er staðið. Þegar hefur verið safnað fyrir um 130 þúsund krónum sem notað hefur verið til að greiða fyrir fyrsta hluta aðgerðanna (sjá mynd og kvittanir hér).

Magga Stína á milli Jóhönnu og Sigurðar

 Það er lán í öllu óláninu hennar Silvíu, að hún á afar góða stuðningsforeldra á Íslandi, þau Jóhönnu og Sigurð, sem styrkja hana með ráðum og dáð. 

Fundargestir jólafundar

Dóttir Jóhönnu og Sigurðar er hin frábæra söngkona og lagasmiður Magga Stína (Fabúla). Magga Stína tróð upp á jólafundi Kvenfélags Hallgrímskirkju og að uppástungu Jóhönnu, notaði hún tækifærið og kynnti um leið raunir Silvíu fyrir fundargestum. Fundargestir samþykktu að greiða heldur meira en venjulega fyrir hangikjötið, auk þess sem sumir laumuðu auka pening í söfnunarumslagið. Ágóðinn af kvöldinu, um 70 þúsund krónur, renna til læknismeðferða Silvíu. Fundargestir skrifuðu svo allir nöfn sín á kort sem Silvía mun fá sent Grin

Jólafundur Kvenfélags Hallgrímskirkju Fallegar mæðgur með mynd af Silvíu

Jóhanna, Sigurður, Magga Stína og þið yndislegu konur í Kvenfélagi Hallgrímskirkju, okkar innilegasta þakklæti fyrir ykkar mikla örlæti!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband