Ástandið í Kenýa

Hér fyrir neðan læt ég póst frá Ragnari Sverrissyni hjá Vinum Kenýa: 

Vinir Kenía

Í kjölfar vafasamra úrslita í nýliðnum  kosningum í Kenía hefur ástandið hjá þessari friðsömu þjóð breyst í vígvöll. Pólitískar fylkingar berast á banaspjótum, glæpamenn láta greipar sópa, en almúginn líður þjáningar. Saklaust fólk heldur sig inni við matarlaust og allslaust. Samgöngur, verslanir og þjónusta liggur niðri, fólk getur ekki nálgast brýnustu nauðsynjar. Fréttaflutningur er takmarkaður og misvísandi, "að minnsta kosti 300 manns hafa látist og allt að150.000 manns hafa flúið og leita skjóls í opinberum byggingum eða í kirkjum" heyrum við í fréttum dag eftir dag. En hvað þýðir þetta? Við hjá félaginu Vinir Kenía erum í símasambandi við fjölda innfæddra. Í Kisumu í vestur Kenía er ástandið hvað verst þar flýði fjöldi fólks inn í kirkju sem var setið um og hún síðan brennd. Þar brunnu inni 600-800 manns. Í Nakuru réðist óaldaflokkur inn á hotel og tóku gesti og starfsfólk gíslingu. 12 af þeim nauðguðu einni konu og drápu hana svo fyrir framan alla gíslana og neyddu þá svo til að millifæra innistæðu bankareikninga sinna í gegn um tölvu hótelsins yfir á reikning glæpamannanna. Tveir  mölduðu í móginn og voru þeir hálfshöggnir. Síðan brenndu þeir hotelið. Ein stúlka í starfsliðinu átti 18.200,- inn á reikningi sínum sem hún hafði safnað upp til að borga skólagjöld fyrir dóttur sína, hún var með 8.000- í mánaðarlaun, en er nú atvinnulaus. Skólastarf á að byrjar í næstu viku í landinu, ef ástandið skánar. Vatnsból í Nakuru hefur verið mengað svo fólk þarf að kaupa vatn. Flestir skjólstæðingar okkar og vinir senda okkur fréttir af því að þeir haldi sig innivið en vanti mat, og úti fari óaldarflokkar um og ræni og rupli, margir tala um að lögreglan skjóti fólk um allt. Ástandið hefur aðeins lagast en ennþá er mikil spenna. Fólk hefur misst ástvini sína, fjöldi húsa hafa verið brennd en mest fyrirtæki sem þýðir að gríðalegur fjöldi fólks hefur misst vinnu sína. Sonur einnar konu er á sjúkrahúsi og er reikningurinn 85.000,- og hækkar um 1.500- á dag og skjúkrahúsið neitar að láta hann af hendi fyrr en reikningurinn hefur verið greiddur. Flestir nema kannski stjórnmálaleiðtogarnir hafa orðið af tekjum sínum síðustu víkur og stór hluti hefur misst vinnu sína það sem komið er og enginn veit hvað þetta ástand getur varað lengi. Viljum við aftur Ruanda? Getum við eitthvað gert? Lítið framlag getur hjálpað fólki að kaupa mat, og brýnustu nauðsynjar.

Þetta er stutt, trúlega svakaleg og sundurlaus lýsing, en þetta er raunveruleiki fólks í Kenía í dag. Efnahagsástandið er þegar í rúst. Ef um náttúruhamfarir væri að ræða mundu margir leggja fram hjálparhönd en þetta er verra en náttúruhamfarir. Þess vegna biðlum við til allra þeirra sem vilja leggja eitthvað af mörkum. Þið getið haft samband á www.multikulti.is eða lagt inn framlag á bankareikning Vina Kenía: 0303-26-072143. kt.580107-2140. Eða haft samband við einhvern af þeim fjölda aðila sem eru að vinna að hjálparstarfi í Kenía, s.s ABS hjálparsamtök, kirkjuna, Rauða krossinn o.fl.

Kær kveðja Raggi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband