... svo mikið af góðu fólki

Ég er stödd í Snyrtiakademíunni í Kópavogi, þar sem að í gangi er fjáröflunardagur, verið að safna fyrir byggingu skólans okkar í Little Bees.  Hér er fullt af fólki að koma og fara og nemarnir duglegu á fullu í andlitsböðum, naglaásetningum, förðunum o.fl. 

Elskulegir nágrannar skólans í Hjallabrekkunni, bakaríið Kornið, sendu okkur fullt af bakkelsi fyrir gesti og gangandi að gæða sér á.  Kærar þakkir fyrir það!

Enn er hægt að láta skrá sig.  Hvet ykkur sem lesa til að hringja í skólann.  Síminn er 553-7900 og panta ykkur dekur  í dag.  Þið sem eruð að fara út í kvöld, upplagt að koma hingað í förðun og styrkja gott málefni í leiðinni.  Allur afrakstur dagsins rennur í byggingasjóð Little Bees skólans.  Klárum nú fínu bygginguna, sjá slóð http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/image/395560/.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband