Þjóðernishreinsanir í Kenýa?

Ástandið í Kenýa heldur áfram að versna og ganga sumir svo langt að tala um þjóðernishreinsanir og líkja ástandinu við Ruanda (sjá Guardian http://www.guardian.co.uk/kenya/story/0,,2249053,00.html).  Skv. fréttum hafa 800 manns þegar tapað lífi, sumir halda því reyndar fram að það sé allt of lág tala, þá hafa mörg hundruð þúsunda flúið heimili sín og eru á vergangi.  Nágrannar frá síðasta mánuði, berjast nú við hvorn annan, vopnaðir kylfum, sveðjum, golfkylfum, steinum og öllu því sem hönd á festir og hefur nú ástandið þróast þannig að kominn er vítahringur hefndarofbeldis (sjá Guardian http://www.guardian.co.uk/kenya/story/0,,2248971,00.html.Allur Little Bees hópurinn

Það eru þó að mestu leyti hinir bláfátæku íbúar fátækrahverfanna sem eru í mestri hætti, hinir betur efnuðu og þeir sem kölluðu þetta ástand yfir landið, eru flestir öruggir inni í vel vöktuðum betri hverfum í Nairobi.  Hinir, þar á meðal skjólstæðingar okkar í Little Bees skólanum, geta ekkert farið, verða bara að þreyja þorrann og vonast til að lifa af.  Ég læt fylgja hérna mynd af börnunum í Little Bees, sem tekin var fyrir jólin 2006, en sum þessara barna létu lífið nú í janúar í óeirðunum.

Við höldum auðvitað áfram að safna fyrir þau.  Söfnunarreikningurinn er 0137-15-380813, kt. 550109-0850.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband