Áhyggjur af veðri

Nú er spáð miklum rigningum (vægum El nino) í Kenía, sem hefjast eiga seint í þessum mánuði eða í Lucy Odipo stofnandi skólans við hrörlegan húsakostinnbyrjun þess næsta. Sumir líta á þetta sem blessun, því að þurrkar hafa hrjáð landið undanfarna mánuði og hafa valdið vatnsskorti og uppskerubresti. Of mikil rigning gæti þó valdið því að væntanleg uppskera sem þó er fyrir hendi, eyðileggist. Miklar rigningar urðu líka á árunum 1998/1999. Þær höfðu í för með sér flóð og aurskriður og þúsundir manna misstu heimili sín. Eftir því sem spáin segir til um, verður umfang rigninganna núna ekki eins mikið og þá var, sem betur fer.

 

Þurrkarnir að undanförnu ásamt hinum miklu sviptingum í efnahagslífinu í heiminum hefur valdið því að verð á hreinu vatni og matvælum hefur hækkað verulega og sá ég einhvers staðar að verð á matarolíu í Nairobi hafi hækkað um 89%. Þó að verðhækkanir hafi vissulega mikil áhrif á litla fólkið okkar í Little Bees, þá er það mín reynsla að regntímabilin hafi mun verri áhrif. Frá því að við fórum að styrkja börnin þar, hafa alltaf blossað upp einhver veikindi (venjulega malaría) í kjölfar regntímabilanna (sem eru að mig minnir í mars). Nú er tiltölulega stutt síðan að mörg barnanna veiktust mjög alvarlega af kóleru og létu tvö þeirra lífið. Ég hef satt að segja áhyggjur af því að ef miklar farsóttir fara að herja á slömmin  bráðlega, að litlu skjólstæðingar okkar þar hafi ekki nógu mikið mótstöðuafl til að ráða við þær.

Nairobi áin er ákaflega saurmenguð, en við hana búa auðvitað verst settu borgararnir, þar á meðal skjólstæðingar okkar. Heimilið hennar Lucy, forstöðukonu skólans, stendur innan við 30 metra frá ánni og er því í mikilli hættu ef áin tekur að flæða.

 

EN – eins og við vitum á Íslandi – þó að vísindamennirnir séu snjallir, er veðrið eitthvað það óútreiknanlegasta sem til er – við vonum það besta og reynum auðvitað áfram okkar besta til að koma að liði, ef illa fer.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband