Sjálfboðaliðar í lögreglufylgd

Ég átti notalega kvöldstund þar sem krakkar sem vörðu sumrinu við sjálfboðaliðastörf í Indlandi og Kenía sögðu frá ferðalagi sínu og sýndu myndir. Þetta eru ótrúlega flottir krakkar, sem komu heim í lok sumars miklu lífreyndari heldur en í byrjun þess. Hér (http://kindverjar.blogspot.com/) má sjá blogg tveggja þeirra um ferðina.

Í lok ferðarinnar eyddu þau hluta úr degi í Little Bees og ég var auðvitað afskaplega forvitinn að heyra hvernig þau upplifðu skólann og starfið sem þar er unnið. Þau sögðu að það væri ólýsanlega sorglegt að einhver þyrfti að lifa eins og fólkið sem þar byggi. Eitt þeirra lýsti því þannig að þetta hefði eiginlega verið það ömurlegasta í ferðinni, og sáu þau þó ýmislegt. Þarna er ekkert rafmagn né rennandi vatn og glæpir svo algengir að þau þurftu að fá lögreglufylgd í gegnum slömmið, að skólanum. Það er alveg ömurlegt og fyllir mann vonleysi að hugsa til þess að heill hellingur af börnum þurfi að alast upp við svona aðstæður. En eins og einhver snillingurinn sagði, sá sem bjargar einu barni, bjargar mannkyninu. Við (Little Bees styrktarforeldrarnir og margir fleiri) erum því vonandi á góðri leið með það :)

Þrátt fyrir ömurlegt umhverfi fengu sjálfboðaliðarnið þó afskaplega hlýlegar móttökur hjá okkar konu, henni Lucy, það var tekið á móti þeim með söng og dansi. Öll börnin voru klædd í eins búninga og sungu og dönsuðu af hjartans lyst (hér eru myndbönd tekið sama dag: http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/video/8688/).

Þennan sama dag voru börnin í Little Bees afskaplega sæl og glöð, því þau höfðu öll fengið nýja strigaskó. Ástæðan var sú að stuttu áður hafði gengið mikill kólerufaraldur og mjög mörg barnanna veikst illilega og tvö þeirra dóu. Mörg barnanna ganga um berfætt. Þarna hefur verið sá landlægi ósiður að gera stykki sín nánast hvar sem er og berfætt börn eru í meiri sýkingarhættu heldur en börn í skóm. Skógjafirnar höfðu því þann tvöfalda tilgang, að minnka sýkingarhættu barnanna og gleðja þau eftir erfið veikindi og eftir að hafa þurft að horfa á eftir félögum sínum í dauðann. Ég verð að bæta við að eitt hinna stórgóðu verkefna kraftakonunnar Lucyar var að fá banka til að styrkja byggingu almenningsklósetta á svæðinu, til þess að berjast á móti því sem þar er kallað "flying toilets".

Sjálfboðaliðunum var boðið heim til Lucy, þar er hún með herbergi fyrir þau börn sem hún tekur að sér, yfirleitt um stundarsakir ef þau eiga ekki í annað hús að venda. Á þessum tíma voru hjá henni um 15 börn - sem sváfu í tveimur kojum!!!

Þarna hitti ég líka hann Þóri, sem var svo elskulegur að taka krók á leið sína, til þess að fara með Svipað útsýni og af efri hæð Little Bees skólansheilan helling af jólapökkum fyrir okkur til barnanna, um síðustu jól. Hann hafði heimsótt Little Bees áður og fannst ótrúlegur munur að heimsækja staðinn, eftir að skólabyggingin okkar reis. Hann lýsti því þannig að hafa gengið um þrönga stíganna á milli bárujárnskofanna, svo allt í einu kemur maður á lítið opið svæði, þar sem stendur tveggja hæða hús. Þegar maður stendur á efri hæð hússins og lítur út, sér maður þök kofanna, nánast samfleytt, eins og augað eygir (auk ruslahauganna).  Það er ekki skrítið að Lucy lýsi Little Bees sem "shining over the slums"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband