Gleymdu konurnar í Kenýa

Eitt leiðir af öðru og þetta innlegg leiðir auðvitað af því síðasta. Í lok síðasta innleggs gaf ég upp hlekk sem leiðir mann inn á síðu, þar sem sagt er frá afhendingu útvarpa og sólarrafhlaða til fátækra kvenna í Rwanda, svo þær gætu haldið áfram námi eða vinnu eftir að rökkva tekur, án þess að eyðileggja í sér lungu og/eða augu. Jæja.. neðst á þeirri síður stendur að til standi að fara af stað með nýtt verkefni í desember til að hjálpa "gleymdu" konunum í Kenía. Ég var auðvitað forvitin og googlaði þetta og ... ósköp og skelfing.

Mín samskipti við okkar konu í Kenía hafa auðvitað nánast eingöngu snúist um börnin sem við erum að styrkja eða byggingu skólans, en ég hef þó orðið vör við að henni eru mannréttindi kvenna og stúlkubarna ofarlega í huga og reynir eftir mætti að leggja þeim málum lið.  Ég sá á því sem ég fann við gúgglið, að ekki er vanþörf á. Mannréttindi kvenna í Kenya virðast ekki vera mikils metin. Læt fylgja hér á eftir tvær slóðir. Vil taka fram að lestur þeirrar fyrri er varla fyrir viðkvæma.

http://allafrica.com/stories/200901300628.html - the war on Kenyan women

http://news.newamericamedia.org/news/view_article.html?article_id=e16449266cba9902b5f1ea0ce3643ceb

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband